Skip to main content

endemi

Nafnorðið endemi (einnig í myndinni endimi) vísar til einhvers sem er dæmalaust, óheyrilegt eða fáránlegt. Það er ekki síst notað í föstum orðasamböndum eins og (eitthvað er) með endemum ‘(eitthvað er) með fádæmum, fráleitt’ og (vera) fræg(ur) að endemum ‘(vera) þekkt(ur) fyrir eitthvað fráleitt eða hneykslanlegt’ svo og í upphrópuninni heyr á endemi! (sbr.

foreldrar − foreldri

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem komnar voru fram strax í fornu máli og eldri merking er 'forfeður, ætterni'; hún er merkt sem fornt eða úrelt mál í Íslenskri orðabók (2002). 

kók

Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að það beygist í samræmi við semhengið sem það birtist í og tengist auðveldlega við aðra orðstofna í samsettum orðum eins og kókflaskakókskiltikókverksmiðja o.fl.

Almanak að austan — Tröllkonurím AM 470 12mo

Um aldir hefur hugtakið rím verið notað á Íslandi yfir tímatöflur eins og þá sem er meginefni þessa handrits. Þar er skráð hvernig dagar ársins skiptast á mánuði og gerð grein fyrir messudögum helgra manna og kvenna. Slík rímtöl voru klerkum nauðsynleg svo að þeir gætu haldið lögboðna helgidaga kirkjunnar í heiðri, en sömu töflur var hægt að nota ár eftir ár og jafnvel öldum saman.

Njáls bíta ráðin – AM 555 c 4to

Á sautjándu öld voru biskupssetrin í Skálholti og á Hólum lærdómssetur þar sem fjöldi handrita var skrifaður upp. Þorlákur Skúlason biskup á Hólum var með marga skrifara á sínum snærum og það sama á við um Brynjólf biskup Sveinsson í Skálholti.