Skip to main content

Pistlar

13. maí 2019
Netflix miðalda – AM 589 a–f 4to

Við eigum Árna Magnússyni mikið að þakka fyrir ötult starf hans við söfnun og varðveislu handrita en sumar af hans aðferðum myndu seint þykja til sóma nú á dögum. Þannig tók Árni handrit oft í sundur og lét binda inn hluta þeirra hvern fyrir sig. Þessi meðferð hefur stundum valdið misskilningi og getur reynst fræðimönnum fjötur um fót þegar þeir hyggjast greina handritin sem heimild um það samfélag sem skapaði þau. Til að mynda hefur val og röð texta í handritum verið notuð til að leggja mat á hvort flokkun bókmenntagreina okkar nútímamanna falli að flokkun miðaldamanna.

29. apríl 2019
Rímnahandrit frá Vesturheimi – SÁM 176

Langflest handrit í vörslu Árnastofnunar eiga rætur að rekja til safns Árna Magnússonar handritasafnara. Þó leynast ýmis merkileg yngri handrit í handritageymslu stofnunarinnar undir safnmarkinu SÁM (Stofnun Árna Magnússonar).

SÁM 176 er nýjasta handritið skráð undir því safnmarki og jafnframt eitt allra yngsta handritið í geymslunni. Vesturfarinn Dagbjartur Guðbjartsson (1889–1970) skrifaði handritið 1963 en Örn Arnar færði stofnuninni það að gjöf fyrir hönd fjölskyldu Dagbjarts 24. september 2018.

24. apríl 2019
Blessuð sólin elskar allt

Þessi blessuð börn eru glöðBlessuð sólin elskar allt...

Meginreglan er sú í íslensku að merkingarleg ákveðni kallar á veika beygingu lýsingarorða í nafnliðum. Hér er dæmi um slík áhrif ákveðna greinisins:

Samviskusama (veik beyging) konan gladdist.

3. apríl 2019
Isländska personnamn: från tidig medeltid till nutid

Upphaflega birt á vefsíðu Samfundet Sverige-Island árið 2017.

 

"Vid sidan av mitt anlete, på ungefär en spjutlängds avstånd skymtade jag då ett par isländska skor och hörde ifrån ovan en sträv röst som talade och sade: Hvað heitir maðurinn? Jag svarade med svag stämma: Eg heiti Sven Birger Fredrik Jansson og er frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Med känsla för tradition  och språkriktighet genmälde rösten: Þú heitir Sven, en þú ert Jans son."

22. mars 2019
alþjóðlegur

Merking og notkun í nútímamáli

Orðið alþjóðlegur hefur í nútímamáli merkinguna ‘sem felur í sér tengsl milli þjóða, sem varðar alla heimsbyggðina, sem margar þjóðir/fulltrúar margra þjóða eiga aðild að’. Þessi merking kemur fram í samböndum eins og alþjóðlegar reglur, alþjóðlegt samstarf, alþjóðlegt eftirlit.

20. mars 2019
Hunangshella

Birtist upphaflega í desember 2018.

Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen frá Kotvogi (1982:80) er á einum stað fjallað um notkun nafnanna Suðurnes og Innnes og sömuleiðis skýrð afmörkun Rosmhvalaness:

Hin ævaforna skipting milli Innnesja og Suðurnesja sem var skýrt ákveðin alla tíð var þessi:

Innnes frá Elliðaám að Hvaleyrarholti fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Suðurnes frá Hvaleyrarholti að Selatöngum austan við Grindavík.