Skip to main content

Pistlar

28. október 2019
Þjóðsögur Magnúsar Grímssonar í AM 968 4to

Segja má að árið 1845 sé upphafsár þjóðfræðasöfnunar á Íslandi í anda Grimmsbræðra. Það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna öllum „alþýðlegum fornfræðum“ sem þeir gætu komist yfir og átti Magnús að safna sögum en Jón „kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum“. Afraksturinn af þessu samstarfi varð fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið, Íslenzk æfintýri, sem þeir félagar gáfu út árið 1852.

25. október 2019
Þjóðarsagan og örnefnin

Áhugi á örnefnum er oft nátengdur áhuga á fortíðinni. Þetta sést þegar í elstu ritum okkar, Landnámu og Íslendingasögum þar sem örnefni sem þekktust á ritunartíma eru notuð til að varpa ljósi á og staðfesta atburði sem gerðust löngu fyrr. Oft reyndu fornfræðingar 19. aldar að grafa í meinta hauga landnámsmanna sem við þá voru kenndir en uppskáru lítið annað en erfiðið. Uppgrónir skurðir eftir slíkan gröft sjást víða enn, t.d.

11. október 2019
knésetja

Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000. Eftirfarandi dæmi hafa birst í fjölmiðlum undanfarin ár.

11. október 2019
Hörghóls-Móri

Hér má heyra Aron Val Gunnlaugsson lesa söguna.
HÖRGHÓLS-MÓRI
Maður er nefndur Jón og var Símonarson. Hann bjó að Hörghóli í Vesturhópi. Son átti hann er Kristján hét og var hann orðinn fulltíða maður er þessi saga gjörðist.

Eitt sumar hélt Jón bóndi kaupamann vestan undan Jökli er Ívar hét og galt hann honum kaup um haustið, en kaupamanni þókti kaupið lítið og illa af hendi leyst; fékkst þó ekki um.

10. október 2019
Sagnadansar

Þær gjörðu lítinn
ríks manns rétt,
hjuggu af hönum höfuðið
við hallarinnar stétt.
          Þar sem öðlingar fram ríða

                       (Úr Ebbadætra kvæði)

 

3. október 2019
Mjóafjarðarskessan

Hér má heyra Guðmund Kristinn Davíðsson lesa söguna.

 

MJÓAFJARÐARSKESSAN

Fyrir framan Fjörð í Mjóafirði er gil eitt sem kallað er Mjóafjarðargil. Þar hafðist fyrr meir við skessa sem síðan hefur verið kölluð Mjóafjarðarskessa, og var hún vön að seiða til sín í gilið prestana frá Firði.