Skip to main content

Pistlar

27. september 2019
Almanak að austan — Tröllkonurím AM 470 12mo

Um aldir hefur hugtakið rím verið notað á Íslandi yfir tímatöflur eins og þá sem er meginefni þessa handrits. Þar er skráð hvernig dagar ársins skiptast á mánuði og gerð grein fyrir messudögum helgra manna og kvenna. Slík rímtöl voru klerkum nauðsynleg svo að þeir gætu haldið lögboðna helgidaga kirkjunnar í heiðri, en sömu töflur var hægt að nota ár eftir ár og jafnvel öldum saman.

16. september 2019
Njáls bíta ráðin – AM 555 c 4to

Á sautjándu öld voru biskupssetrin í Skálholti og á Hólum lærdómssetur þar sem fjöldi handrita var skrifaður upp. Þorlákur Skúlason biskup á Hólum var með marga skrifara á sínum snærum og það sama á við um Brynjólf biskup Sveinsson í Skálholti.

Forngripir í Hólakirkju I
2. september 2019
Forngripir í Hólakirkju

Þekktastur er Árni Magnússon fyrir að safna gömlum handritum og skrifa þau upp en margt fleira gerði hann sem miðaði að því að skrásetja íslenska menningu og fornan fróðleik. Mikilsvert dæmi af þessu tagi er handritið NKS 328 8vo sem geymir lýsingar á Hóladómkirkju og gripum sem þar mátti finna á dögum Árna. Margt sem hér er skrásett væri annars með öllu gleymt.

26. ágúst 2019
Af hverju eru íðorð mikilvæg?

Íðorð eru orð eða orðasambönd sem eru notuð í sérfræðilegri orðræðu. Fræðileg orðræða krefst nákvæmra íðorða og án þeirra er erfitt að miðla þekkingu og tala og skrifa um sérfræðileg efni.

8. ágúst 2019
Heiðarkolla

Örnefnið Heiðarkolla kemur fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss í vísu sem þar er lögð í munn Helgu Bárðardóttur. Snemma í sögunni segir frá því að dætur Bárðar, sem ólust upp á Laugarbrekku, og bræður tveir af Arnarstapa „lögðu saman leika sína á vetrinn á svellum við ár þær er þar eru og Barnaár heita“. Í hita leiksins fór svo að annar bræðranna hratt Helgu út á freðjaka sem síðan rak burt frá landi.

23. júlí 2019
Fjalldalafífill pistill Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen

Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði,  þ.e. PlöntuheitiNytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.