23. júlí 2019
Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði, þ.e. Plöntuheiti, Nytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.