Skip to main content
24. maí 2021
Úr skjalaskápum upp á skjá

Hvernig í ósköpunum á að taka skjöl úr skjalaskápum og gera þau aðgengileg almenningi á netinu með skikkanlegum hætti? Það var úrlausnarefnið sem nafnfræðisvið Árnastofnunar stóð frammi fyrir þegar tekin hafði verið ákvörðun um að gera örnefnasafn stofnunarinnar aðgengilegt á netinu.

6. maí 2021
Römm er sú taug: Vinarbréf frá Austfjörðum

Handritapistlar fjalla yfirleitt um handrit í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi pistill snýst hins vegar um víðförult handrit sem hafði aðeins tímabundna viðdvöl í handritageymslunni í Árnagarði. Handritið er í eigu Íslenskudeildar Háskólans í Manitóba í Winnipeg en með því að fá það lánað til Íslands var hægt að búa til stafrænt afrit sem tryggir aðgengi fræðimanna að því óháð staðsetningu.

21. apríl 2021
Magnús Grímsson

Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.

9. apríl 2021
túbusjónvarp

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 fóru af stað miklar umræður í íslensku þjóðfélagi þar sem leitast var við að finna skýringar á þessu mikla skipbroti. Ein kenning sem margir héldu á lofti, af mismikilli alvöru, var sú að allt of margir hefðu fallið í þá freistni að kaupa sér dýra flatskjái. Í umræðunni urðu þessi heimilistæki, sem flestum þykja sjálfsögð í dag, einskonar birtingarmynd óhófs fyrirhrunsáranna eins og sjá má á eftirfarandi dæmi úr DV 2008.

19. mars 2021
Skáletur

Saga skáleturs

Skáletur (e. italics) kom fyrst fram sem sérleturgerð árið 1499. Fræðimaðurinn og útgefandinn Aldus Manutius (1449/1452–1515) bað þá leturgerðarmanninn Francesco Griffo (1450–1518) um að búa til slíkt letur. Elstu skáletrin voru uppréttari en nútímaskáletur og voru notuð sem sérletur. Bækur voru þá annaðhvort prentaðar með skáletri eða venjulegu letri.[1] Það var ekki fyrr en löngu síðar sem menn fóru að nota skáletur sem áhersluletur.

15. mars 2021
Hvaða örnefni er rétt? Nokkur orð um notkun og heimildir örnefna á Reykjanesskaga

Athygli landsmanna (og heimsfjölmiðla) beinist um þessar mundir að Reykjanesskaga þar sem jarðskjálftavirkni er enn mikil og kvikugangur er að myndast á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili (sjá kort Veðurstofu Íslands 10. mars 2021 hér). Um þetta svæði skrifaði jarðfræðingurinn Jón Jónsson að „Samspil orsaka til breytinga á afstöðu láðs og lagar er afar flókið og ljóst er að kyrrstaða er hér ekki ráðandi“ (Árbók Ferðafélags Íslands 1984, bls. 76).

24. febrúar 2021
„Þá munu geitur hverfa og hár vaxa“: Læknisráð í AM 673 a II 4to

„Tak svínasaur og brenn í nýrri grýtu og blanda með því hinu súrasta víni og þvo höfuðið í fyrst, en síðan rýð það á. En ef þetta gerir oft, þá munu geitur hverfa og hár vaxa“ – er meðal fjórtán læknisráða sem óþekktur skrifari á fjórtándu öld hefur bætt inn í eitt elsta myndskreytta handritið sem varðveitt er í safni Árna Magnússonar á Íslandi.

9. febrúar 2021
Þjóðsagnafræðingurinn Ólafur Davíðsson

Fyrra bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, kom út árið 1862 – og það sama ár fæddist Ólafur Davíðsson í Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Hann var sonur prestshjónanna þar, Davíðs Guðmundssonar og Sigríðar Ólafsdóttur, en Jón Árnason var einmitt móðurbróðir Davíðs. Ólafur átti þannig ef til vill ekki langt að sækja áhugann á þjóðlegum fróðleik og hann segist hafa lesið „Þjóðsögurnar spjaldanna á milli, upp aptur og aptur á kornúngum aldri“ (ÍGSVÞ II 4).

Kvæði ‚Suðursveit‘ og ‚Kolbeinsey‘ í eiginhandarriti Jónasar Hallgrímssonar, KG 31 a II 31
28. janúar 2021
Örnefni og ljóð, örnefni sem ljóð

Þegar leitað er að örnefnum tengdum kveðskap eða skáldum í nýjum nafnagagnagrunni Árnastofnunar, nafnið.is, birtast ýmsar niðurstöður, til dæmis Ljóðafoss, Ljóðalaut og Ljóðateigur. Uppruni síðasttalda dæmisins er tíundaður í örnefnalýsingu fyrir Grafardal í Hvalfjarðarsveit: „Fékk hann það nafn 1935. Þá var Pétur Beinteinsson kaupamaður í Grafardal og sló þessa spildu og orti langt kvæði þann dag“. Sjá nánar hér. Önnur örnefni innihalda forliðinn skáld- og þar á meðal eru a.m.k.

15. janúar 2021
Úrkomuákefð

Í þessum pistli verður fjallað um orðið úrkomuákefð sem er a.m.k. tveggja áratuga gamalt orð en undanfarin ár hefur notkun þess aukist eins og lesa má út úr gögnum Risamálheildarinnar: