Skip to main content
15. nóvember 2021
Kálfalækjarbók – AM 133 fol.

Á meðal Íslendingasagna hefur Njáls saga sérstöðu, þetta mikla listaverk ónafngreinds íslensks rithöfundar. Njála er ekki einungis lengst allra Íslendingasagna heldur hefur hún oftar en ekki varðveist ein og sér í handritum. Flest miðaldahandrit geyma söfn texta en ekki stakar sögur. Eins og oftast nær í handritamenningu miðalda er frumrit Njáls sögu glatað. Um 60 handrit hafa varðveist sem geyma söguna í heild eða brot úr henni. Elstu handritin eru frá því um 1300 og eru þau skrifuð skömmu eftir að sagan var frumsamin um 1280.

5. nóvember 2021
Feðraveldið í borgarlandslaginu

Samkvæmt „Global Gender Gap“ skýrslunni frá World Economic Forum í mars á þessu ári var Ísland efst á lista heimsþjóða varðandi jafnréttismál í 12. sinn. Þrátt fyrir það er baráttunni ólokið, ekki síst t.d. hvað varðar stöðu kvenkyns innflytjenda með tilliti til jafnréttismála og kjara þeirra í íslensku samfélagi. Umræður tengdar metoo-hreyfingunni krefjast réttilega áframhaldandi athygli fólks en vissulega er enn þörf á því að kanna sögulega og samfélagslega þætti sem hafa niðrandi áhrif á konur svo og á minnihlutahópa.   

19. október 2021
Íslensk réttritun – nýtt rit um stafsetningu

Sífellt fleiri skrifa og þurfa að senda frá sér ritað efni af einhverju tagi. Sumir hafa atvinnu af textaskrifum og glímu við texta en aðrir skrifa eitthvað stöku sinnum: fundargerðir, misformleg tölvuskeyti eða færslur á vef. Í slíku starfi er gott að þekkja venjur og hefðir um stafsetningu og ritun.

22. september 2021
Æskuvísa Egils hljóðrituð í Kaliforníu í kjölfar kreppunnar miklu – og hljómar nú á netinu

Vegir hinnar munnlegu geymdar eru margir og furðulegir. Fyrir mörgum árum fór ég á sumarnámskeið Norrænu þjóðfræðastofnunarinnar í Turku í Finnlandi og deildi þar herbergi með David A. Taylor frá Amerísku þjóðfræðastofnuninni við Þingbókasafnið í Washingtonborg í Bandaríkjunum. Hann vakti þá athygli mína á því að í hljóðsafni þeirra væri íslenskt efni og spurði hvort ég hefði áhuga á að vita meira um það. Sem ég hafði. Í ljós kom að þar voru segulbandaafrit af efni sem bandaríski þjóðfræðingurinn Sidney Robertson Cowell safnaði meðal Íslendinga í Kaliforníu árið 1938.

22. september 2021
sársvangur, banhungraður, glorsoltinn

Í íslensku eru að minnsta kosti þrjú lýsingarorð sem notuð eru til að lýsa þeim sem þarfnast matar. Algengast þeirra er líklega lýsingarorðið svangur en auk þess eru gjarnan notuð orðin hungraður og soltinn. Öll þessi orð eru þekkt úr fornmálinu en í nútímamáli koma tvö þau síðarnefndu þó sjaldnar fyrir ein og sér. Öll orðin geta myndað samsetningar með herðandi forlið, eins og sársvangur, banhungraður og glorsoltinn sem þá lýsa mikilli svengd.

8. september 2021
Endurunnin kaþólsk messubók. KB Thott 154 fol.

Eitt fegursta íslenska nótnahandrit sem varðveist hefur er geymt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og á sér sérkennilega sögu. Upphaflega var þetta latnesk messubók, líklega rituð á Englandi á síðasta fjórðungi 14. aldar. Um aldamótin 1600 var bókin komin til Íslands en hún var vita gagnslaus í hugum lútherskra. Því var textinn skafinn upp og bókfellið notað á nýjan leik en lýsingarnar látnar ósnertar.

26. ágúst 2021
Að sækja björg í björg: Örnefni í lóðréttu landslagi

Margir þekkja örnefni best af kortum eða loftmyndum. Þau gera manni kleift að bera kennsl á tiltekna staði eða fyrirbæri í landslagi, meta afstöðu milli þeirra og sjá fyrir sér og upplifa aftur ferðalög, atburði eða sagnir sem tengjast þeim. Sumir staðir eru þó þannig að venjuleg kort komast hvergi nærri því að fanga landslagið og aðeins örfáir ná að upplifa það í návígi. Þar á meðal eru fuglabjörg sem steypast þverhnípt niður í sjó og eru fáum fær nema fuglinum fljúgandi – lóðrétt landslag.

12. ágúst 2021
Nýyrðavefurinn

Nýyrðavefurinn

 

Nýyrðavefurinn, nyyrdi.arnastofnun.is, er einn af vefjum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var hann opnaður á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018. Markmiðið með vefnum var að búa til vettvang þar sem almenningur gæti sent inn nýyrði eða tillögur að þeim til stofnunarinnar en þann möguleika hafði vantað.

20. júní 2021
foreldrar − foreldri

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem komnar voru fram strax í fornu máli og eldri merking er 'forfeður, ætterni'; hún er merkt sem fornt eða úrelt mál í Íslenskri orðabók (2002).