1. ágúst 2008
Orðið kjallari ‘hluti húss undir jarðhæð, að hluta eða öllu leyti niðurgrafinn’ kemur þegar fyrir á nokkrum stöðum í fornu máli (sjá Fritzner undir kjallari). Það kemur þar stundum fyrir í myndinni kelleri og er talið vera gamalt tökuorð í norrænum málum úr fornsaxnesku, en þangað komið úr latínu cellarium ‘forðabúr.’ Orðið kjallari hefur þegar í fornmáli getið af sér samsett orð eins og kjallaramaður; steinkjallari, vínkjallari.