Skip to main content
1. júlí 2002
leikfang

Í nútímamáli hefur orðið leikfang skýra og einræða merkingu: „hlutur ætlaður (börnum) til að leika sér að“, stendur í Íslenskri orðabók (2002). 

Þegar málheimildir fyrri alda eru teknar til vitnisburðar koma í ljós fleiri merkingarafbrigði. Af notkunardæmum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans má ráða að upphafleg merking orðsins er ‘viðureign, fangbrögð, glíma’, jafnvel ‘leikur eða skemmtun’.