Skip to main content

Pistlar

1. ágúst 2008
kjallari

Orðið kjallari ‘hluti húss undir jarðhæð, að hluta eða öllu leyti niðurgrafinn’ kemur þegar fyrir á nokkrum stöðum í fornu máli (sjá Fritzner undir kjallari). Það kemur þar stundum fyrir í myndinni kelleri og er talið vera gamalt tökuorð í norrænum málum úr fornsaxnesku, en þangað komið úr latínu cellarium ‘forðabúr.’ Orðið kjallari hefur þegar í fornmáli getið af sér samsett orð eins og kjallaramaðursteinkjallarivínkjallari.

1. júlí 2004
stígvél

Stundum er sagt að íslenska sé óvenjulega gegnsætt tungumál og er þá gert ráð fyrir því að almennt sé hægt að ráða merkingu orða af útliti þeirra eða hljómi. 

1. ágúst 2003
prímus

Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má m.a. finna eftirfarandi dæmi um orðið:

1. júlí 2003
jeppi

Notkun og merking

Í Íslenskri orðabók (2002) eru gefnar upp tvær merkingar nafnorðsins jeppi og er sú fyrri skýrð svo:

sterkbyggður bíll með hátt undir öxlum, með drifi á öllum hjólum og millikassa til að breyta drifstyrknum, upphaflega gerður til aksturs á vegleysum eða vondum vegum 

1. júlí 2002
friðgin

Í fornu máli hafði orðið fjölskylda aðra merkingu en tíðust er nú. Þá hafði orðið hyski nánast merkinguna ‘fjölskylda, heimilisfólk’ og það var alls ekki neikvæðrar merkingar áður fyrr. Eitt er það orð annað í fornu máli sem hefur merkinguna ‘foreldrar og börn’. Þetta er orðið friðgin. Það er reyndar afar sjaldgæft, kemur einungis tvisvar fyrir, einu sinni í óbundnu máli og öðru sinni í bundnu.

1. júlí 2002
leikfang

Í nútímamáli hefur orðið leikfang skýra og einræða merkingu: „hlutur ætlaður (börnum) til að leika sér að“, stendur í Íslenskri orðabók (2002). 

Þegar málheimildir fyrri alda eru teknar til vitnisburðar koma í ljós fleiri merkingarafbrigði. Af notkunardæmum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans má ráða að upphafleg merking orðsins er ‘viðureign, fangbrögð, glíma’, jafnvel ‘leikur eða skemmtun’.