Skip to main content

Pistlar

22. júní 2018
Ástir og útsaumur. Kvennakvæðin í Eddu: Guðrúnarkviður, Oddrúnargrátur og Guðrúnarhvöt

Hetjukvæðin í Eddu raðast saman í samfellda frásögn. Atburðarásin hnitast um bölið sem hlaust af gulli dvergsins Andvara, og þau ósköp sem græðgi og valdabarátta leiddi yfir hetjur kvæðanna. Eftir að aðalkarlhetja kvæðanna Sigurður hefur vegið Fáfni og eignast gullið sem ormurinn Fáfnir lagðist á ríður Sigurður fyrir valkyrjuna Sigurdrífu og þiggur af henni góð manndómsráð. Sigurdrífa reynist vera Brynhildur Buðladóttir og þau verða elskendur en vegna galdra Grímhildar Guðrúnarmóður gleymir Sigurður heitum sínum við Brynhildi og tekur saman við Guðrúnu Gjúkadóttur.

22. júní 2018
„vorkynna“ höfundar Íslendingasagna „konunum“?

Íslendingasögur fjalla, eins og alþjóð veit, um vígaferli og eilífar þingreiðir og þingsetur karla. Á meðan sitja konur heima og gæta bús og barna og reyna að jafna sig eftir strembið ráðabrugg. Örsjaldan er sjónarhorninu beint inn á heimilið þar sem þær sitja og dilla barni eða skara eld að köku sinni. Þó koma stöku myndir upp í hugann, t.d. af Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem hún situr og spinnur tólf alna garn.

Aldrei sést kona gefa barni brjóst í Íslendingasögum og aðeins eitt dæmi úr Fljótsdæla sögu er um konu sem venur meybarn af brjósti:

22. júní 2018
Reynistaðarbók – Margvíslegur fróðleikur handa nunnum

Sumar bækur verða til á löngum tíma og það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvenær þær eru fullskrifaðar. Til eru handrit sem minna meira á drög að bók en fullgert rit og sum bera með sér að margir skrifarar hafa lagt hönd að verkinu og sveigt að sínum smekk og áhugamálum. Hér skiptir líka máli að skrifarar voru bundnir af því efni sem þeir gátu náð í til eftirritunar.

22. júní 2018
Helgubók — kvæðasafn á mörkum kaþólsku og lútersku

Bókin, sem hefur safnmarkið 622 4to í safni Árna Magnússonar, er eitt fárra skinnhandrita þar sem skrifarinn er þekktur með vissu. Á saurblaði handritsins er að finna slitur úr tileinkun: „Helga Gísladóttir sögð er á þessa bók [...] föður mínum Gísla Jónssyni p(resti) anno Domini 1549.“ Hér er átt við Gísla Jónsson, síðar biskup í Skálholti (1558–1583), eldheitan siðskiptamann. Hann hefur tileinkað Helgu dóttur sinni bókina, að minnsta kosti fyrsta hluta hennar, árið 1549.

22. júní 2018
Handrit úr fórum Guðríðar Jónasdóttur frá Svarfhóli (1843–1919)

Fyrir mörgum árum var ég að gramsa í gömlum smákökukössum hjá föðursystur minni, Ragnheiði Kristjönu Baldursdóttur, og fann þar pappíra frá foreldrum hennar, Baldri Sveinssyni frá Húsavík og Marenu Pétursdóttur úr Engey. Þar á meðal var umslag sem á stóð „Guðríður Jónasdóttir frá Svarfhóli í Miklaholtshreppi móðir Jóh. G. Sigurðssonar“.