22. júní 2018
Íslendingasögur fjalla, eins og alþjóð veit, um vígaferli og eilífar þingreiðir og þingsetur karla. Á meðan sitja konur heima og gæta bús og barna og reyna að jafna sig eftir strembið ráðabrugg. Örsjaldan er sjónarhorninu beint inn á heimilið þar sem þær sitja og dilla barni eða skara eld að köku sinni. Þó koma stöku myndir upp í hugann, t.d. af Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem hún situr og spinnur tólf alna garn.
Aldrei sést kona gefa barni brjóst í Íslendingasögum og aðeins eitt dæmi úr Fljótsdæla sögu er um konu sem venur meybarn af brjósti: