Skip to main content

Pistlar

11. október 2019
Hörghóls-Móri

Hér má heyra Aron Val Gunnlaugsson lesa söguna.
HÖRGHÓLS-MÓRI
Maður er nefndur Jón og var Símonarson. Hann bjó að Hörghóli í Vesturhópi. Son átti hann er Kristján hét og var hann orðinn fulltíða maður er þessi saga gjörðist.

Eitt sumar hélt Jón bóndi kaupamann vestan undan Jökli er Ívar hét og galt hann honum kaup um haustið, en kaupamanni þókti kaupið lítið og illa af hendi leyst; fékkst þó ekki um.

10. október 2019
Sagnadansar

Þær gjörðu lítinn
ríks manns rétt,
hjuggu af hönum höfuðið
við hallarinnar stétt.
          Þar sem öðlingar fram ríða

                       (Úr Ebbadætra kvæði)

 

3. október 2019
Mjóafjarðarskessan

Hér má heyra Guðmund Kristinn Davíðsson lesa söguna.

 

MJÓAFJARÐARSKESSAN

Fyrir framan Fjörð í Mjóafirði er gil eitt sem kallað er Mjóafjarðargil. Þar hafðist fyrr meir við skessa sem síðan hefur verið kölluð Mjóafjarðarskessa, og var hún vön að seiða til sín í gilið prestana frá Firði.

2. október 2019
„Skemmtilegt er myrkrið"

Hér má heyra lestur Sveinbjargar Júlíu Kjartansdóttur Scheving á sögunni.

 

SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ

Í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður að vaka yfir líkum og var það oftast gjört við ljós ef nótt var eigi albjört.

Einu sinni dó galdramaður nokkur, forn í skapi og illur viðureignar. Vildu fáir verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til þess sem var hraustmenni mikið og fullhugi að því skapi.

27. september 2019
Almanak að austan — Tröllkonurím AM 470 12mo

Um aldir hefur hugtakið rím verið notað á Íslandi yfir tímatöflur eins og þá sem er meginefni þessa handrits. Þar er skráð hvernig dagar ársins skiptast á mánuði og gerð grein fyrir messudögum helgra manna og kvenna. Slík rímtöl voru klerkum nauðsynleg svo að þeir gætu haldið lögboðna helgidaga kirkjunnar í heiðri, en sömu töflur var hægt að nota ár eftir ár og jafnvel öldum saman.