Ýmislegt bendir til að sagnaþulir hafi stundum fengið nóg eða hafi stundum alls ekki nennt að segja sögur. Í þjóðfræðisafni Árnastofnunar er nefnilega að finna alls konar „formúlur“ og jafnvel „formúlusögur“ sem notaðar voru í þeim tilfellum þar sem börn eða aðrir þrábáðu um sagnaskemmtun.
Framandorð eru þau aðkomuorð í íslensku stundum kölluð sem hafa ekki aðlagast íslensku málkerfi að fullu. Dæmi um framandorð eru „brownies“ og „leggings“. Við fyrstu sýn gætu orðin virst hafa aðlagast íslensku beygingarkerfi lítt eða ekki. Framandorð eiga það hins vegar til að leyna talsvert á sér.
Ljóst er, alveg eins og á við um mannanöfn, að spurningar um sjálfsmynd manns og hugmyndafræði spila stóran þátt í hundanafnahefð á Íslandi – stundum á skýran hátt og stundum óskýran.
Orðabækur gegna meðal annars því hlutverki að fanga orðaforða samtímans og lýsa honum. Það eru einkum fjórar leiðir sem notaðar hafa verið til að bæta við orðum í orðabækur.
Hugtökin íslenska sem móðurmál, annað mál og erlent mál eru lýsandi hugtök um það hvernig málhafi hefur náð tökum á málinu og hvernig því er miðlað til erlendra málhafa.
Þó að tilraunir með nýtingu stærðfræðilegra tauganeta við þýðingar á milli tungumála eigi sér nokkuð langa sögu hafa tækniframfarir orðið til þess að gerbreyta möguleikunum á þessu sviði.