28. október 2019
Segja má að árið 1845 sé upphafsár þjóðfræðasöfnunar á Íslandi í anda Grimmsbræðra. Það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna öllum „alþýðlegum fornfræðum“ sem þeir gætu komist yfir og átti Magnús að safna sögum en Jón „kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum“. Afraksturinn af þessu samstarfi varð fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið, Íslenzk æfintýri, sem þeir félagar gáfu út árið 1852.