20. mars 2019
Birtist upphaflega í desember 2018.
Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen frá Kotvogi (1982:80) er á einum stað fjallað um notkun nafnanna Suðurnes og Innnes og sömuleiðis skýrð afmörkun Rosmhvalaness:
Hin ævaforna skipting milli Innnesja og Suðurnesja sem var skýrt ákveðin alla tíð var þessi:
Innnes frá Elliðaám að Hvaleyrarholti fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Suðurnes frá Hvaleyrarholti að Selatöngum austan við Grindavík.