Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Karen Lilja Loftsdóttir heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 7. janúar kl. 16.30–17.30. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðræknisfélag Íslands.
Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld
Á tímum síðari heimsstyrjaldar sendu Kanadamenn tvær fylkingar kanadískra hermanna til Íslands til að aðstoða Bandamenn við hernám landsins. Sumarið 1940 sendi kanadíska ríkisstjórnin hóp hermanna úr þremur mismunandi fylkingum kanadíska landhersins til að aðstoða Breta við að hernema Ísland. Sá hópur fékk viðurnefnið Z Force og var staðsettur á Íslandi í aðeins nokkra mánuði. Árið 1944 sendu Kanadamenn síðan sveit innan kanadíska flughersins til Íslands til að styðja Bandaríkjamenn í kafbátahernaði þeirra gegn Þjóðverjum. Sú sveit nefndist 162 Squadron og var ein farsælasta hersveit Bandamanna í bardaga þeirra um Norður-Atlantshaf í síðari heimsstyrjöld. Þrátt fyrir að hernám Íslands hafi verið á vörum margra sagnfræðinga í áratugi, þá hefur aðild Kanadamanna í hernáminu aðeins nýlega fangað athygli íslenskra og kanadískra sagnfræðinga. Í doktorsrannsókn minni við sagnfræðideildina hjá Queen’s University í Ontario rannsaka ég hernám Kanadamanna á Íslandi út frá menningarsögulegu sjónarhorni. Ég einblíni á samskipti kanadísku hermannanna við Íslendinga – þá sérstaklega konur – og stjórnmálin, slúðrið og slagsmálin sem fylgdu.
Spurningum sem velt verður upp gætu verið á eftirfarandi hátt: Hvernig getur aðild Kanadamanna í hernámi Íslands verið borin saman við hlut Breta eða Bandaríkjamanna? Að hvaða leyti voru samskipti Kanadamanna við Íslendinga ólík samskiptum milli Íslendinga og hinna hersetuþjóðanna? Hvernig passar hernám Kanadamanna inn í orðræðu ástandsins? Vorum við búin að gleyma að Kanada var þátttakandi í hernámi Íslands?
Terry Gunnell fjallar um flutning eddukvæða
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Fyrsti fyrirlestur í viðburðaröð sem haldin er í tengslum við sýninguna Heimur í orðum verður haldinn 14. janúar. Þá mun prófessor emeritus Terry Gunnell þjóðfræðingur fjalla um flutning eddukvæða bæði hér á landi og erlendis. En margir listamenn hafa nýtt sér þennan menningararf til listsköpunar.
Fyrirlesturinn nefnist „The Changing Function and Performative Contexts of Vǫluspá Past and Present“ og verður hann fluttur á ensku.
Nánar um fyrirlesturinn:
The question of function is something comparatively rarely discussed in the field of Old Nordic literary studies outside considerations of reception. It is nonetheless a key feature in any discussion of performance, and not least the discussion of any work that has been created and passed on within the oral tradition. In this lecture, I mean to consider the changing function of Vǫluspá, past and present, considering among other things, the ways in which the work has started regularly reappearing in music and theatrical works over the last few years, and its role in the present exhibition. Particular focus will be nonetheless be placed on nature, function and performative background of the “original” work, and how it came to be preserved in Iceland in the early thirteenth century.
Indversk handrit
Eddu
Arngrímsgata 5
Reykjavík
Ísland
Dr. Shilpa Khatri Babbar, gestakennari í indverskum fræðum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um gömul indversk handrit. Í fyrirlestri sínum, sem ber heitið „India´s ancient manuscripts and knowledge systems“, mun dr. Shilpa fjalla um þessi ómetanlegu handrit og þekkingarkerfi þeirra sem lýsa því hvernig þau eru samofin indversku samfélagi og menningu.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
Útdráttur úr erindi dr. Babbar
„India stands as one of the world's most ancient and enduring sustainable civilizations, with an estimated five million manuscripts—the largest repository of manuscript wealth globally. These extraordinary treasures encompass an incredible diversity of themes, materials, scripts, and languages, preserved on an array of surfaces including palm leaves, tree bark, paper, cloth, and even precious metals like gold and silver. The manuscripts explore an astonishingly broad range of subjects: from precise sciences like astronomy and architecture to intricate arts such as music, dance, and theatre, and profound disciplines including philosophy, medicine, and grammar.
Beyond its written heritage, India maintains an unbroken oral tradition of Vedic knowledge spanning more than 5,000 years. The Vedic heritage comprises four Vedas—often referred to as "books of knowledge"—despite being transmitted exclusively through oral recitation. These texts were preserved using unique recitation techniques based on nuanced tonal accents, a practice so remarkable that UNESCO has recognized it as an intangible heritage of humanity."
Ráðstefnukall: Ráðstefna um vatnsmerki í stafrænum gagnasöfnum
Kallað er eftir tillögum að erindum fyrir ráðstefnuna 8th International Conference on Watermarks in Digital Collections sem haldin verður í Eddu 19.–20. júní 2025.
Tillagan skal innihalda vinnutitil erindis, 100–300 orða útdrátt og upplýsingar um tengilið. Allar tillögur berist í einu skjali til Silviu Hufnagel (silvia@hi.is) og/eða Emanuel Wenger (emanuel.wenger@oeaw.ac.at). Skilafrestur er til og með 31. janúar 2025.
Umsóknarfrestur fyrir sumarskóla í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
15. febrúar er síðasti dagur til að skila inn umsóknum en sumarskólinn hefst 1. júlí 2025.
Sjá nánari upplýsingar um sumarskólann á íslensku eða ensku.
Fornar lögbækur og gildandi lög
Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrum dómari, mun fjalla um fornar lögbækur og gildandi lög í hádegisfyrirlestri í Eddu. Erindið er liður í fyrirlestraröð sem tengd er handritasýningunni Heimur í orðum sem hefur m.a. að geyma nokkrar fornar lögbækur.
Nánar um efni erindisins verður auglýst síðar.