Skýrsla menningarsviðs 2024
Menningarsvið sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast íslenskri menningu sem í stuttu máli skiptist í þrennt: rannsóknir, miðlun og varðveislu frumgagna en sviðið varðveitir þrjú söfn, þ.e. handritasafn, segulbandasafn og örnefnasafn. Á sviðinu voru 23 starfsmenn þegar mest var, þar af níu akademískir starfsmenn með rannsóknarskyldu.