Tuttugasta og sjötta hefti tímaritsins Orðs og tungu er komið út. Tímaritið er helgað rannsóknum á íslensku máli og hefur um árabil verið mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytt fræðastarf á sviði málvísinda, orðfræði og nafnfræði.
Föstudaginn 4. október sl. var íslensk-þýska veforðabókin LEXÍA opnuð við hátíðlega athöfn á 40 ára afmæli deildar skandinavískra fræða við háskólann í Vínarborg
Árnastofnun tók þátt í Vísindavöku 2024 laugardaginn 28. september. Í ár kynntu þeir Atli Jasonarson, Bjarki Ármannsson og Steinþór Steingrímsson nokkur verkefni Árnastofnunar.
Rithöfundurinn Salman Rushdie kom nýverið til landsins til að taka á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness. Meðan á heimsókninni stóð lagði hann leið sína á Árnastofnun.
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari í ár var Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og hefur upptaka af erindi hans nú verið gerð aðgengileg.