Martyna Daniel, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, kom í stutta heimsókn í Eddu á dögunum. Hún hélt fyrirlestur á vegum fyrirlestraraðarinnar Annars hugar.
Miðvikudaginn 2. apríl kom nýr sendiherra Kanada á Íslandi, Jenny Hill, í heimsókn á Árnastofnun. Tilefnið var 150 ára afmæli Nýja-Íslands í Kanada og kanadískt-íslenskt menningarsamstarf.
Nú er hægt að kaupa árskort á sýninguna Heimur í orðum. Árskortið kostar 4500 krónur og fæst í þjónustuveri Árnastofnunar við inngang sýningarinnar í Eddu.
Þessa dagana fer fram viðamikil tiltekt í gagnagrunnum stofnunarinnar. Vegna takmarkana á gagnageymslum og einnig til að auka skilvirkni gagnagrunna var tekin ákvörðun um að skera niður í umfangi orðasafna stofnunarinnar.
Í lok febrúar hófst ferðalag Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar um landið. Þessar heimsóknir eru hluti verkefnisins Hvað er með ásum? og í þeim fá nemendur í samstarfsskólum víða um land að kynnast heimi handritanna.
Föstudaginn 21. mars var Íslensk-pólsk veforðabók opnuð. Í henni eru 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda dæma og orðasambanda sem öll eru þýdd á pólsku. Unnið hefur verið að henni undanfarin ár á Árnastofnun og voru þetta því mikil tímamót.