Skip to main content

Fréttir

Teiknuð mynd á pappír. hús og fólk í forgrunni, í bakgrunni eru fjöll og sól.
Hvað er með ásum? í Eddu  
Föstudaginn 23. maí verður opnuð sýning á verkum barnanna sem tóku þátt í verkefninu Hvað er með ásum? Sýningin fer fram í safnkennslustofunni á 1. hæð og stendur yfir í sumar eða fram til 1. ágúst.  
Starfsskýrsla menningarsviðs 2024

Skýrsla menningarsviðs 2024

Menningarsvið sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast íslenskri menningu sem í stuttu máli skiptist í þrennt: rannsóknir, miðlun og varðveislu frumgagna en sviðið varðveitir þrjú söfn, þ.e. handritasafn, segulbandasafn og örnefnasafn. Á sviðinu voru 23 starfsmenn þegar mest var, þar af níu akademískir starfsmenn með rannsóknarskyldu.

Kona með gleraugu og heyrnartól á höfðinu er fyrir framan stúdíóhljóðnema.
Rödd veforðabókanna
Veforðabækur hafa þann kost að hægt er að sýna framburð uppflettiorða og orðasambanda sem hljóð. Var þetta gert í fyrstu veforðabók Árnastofnunar, ISLEX, sem tengir íslensku við sex skandinavísk mál og hafa þær hljóðupptökur verið notaðar í allar veforðabækur sem á eftir komu.
barna stigveli, nærmynd
Þúsund nemendur í Eddu
Frá því að safnkennsla hófst í Eddu í lok janúar á þessu ári hefur Marta Guðrún Jóhannesdóttir, sem nýlega tók við starfi safnkennara við Árnastofnun, tekið á móti eitt þúsund nemendum á öllum skólastigum.
fjórar manneskjur standa saman
Sendiherra Kanada í heimsókn
Miðvikudaginn 2. apríl kom nýr sendiherra Kanada á Íslandi, Jenny Hill, í heimsókn á Árnastofnun. Tilefnið var 150 ára afmæli Nýja-Íslands í Kanada og kanadískt-íslenskt menningarsamstarf.