Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Gagnasöfn

Gagnasöfn
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið búin til og þróuð fjölmörg gagnasöfn. Mikilvægur þáttur í stefnu stofnunarinnar er að veita aðgang að gögnum hennar og er takmarkið að hafa opinn aðgang að öllum frumgögnum sem stofnunin býr yfir. Hér má finna fjölmörg rafræn söfn sem gagnast þeim sem leita upplýsinga um íslensku.

Neðst á þessari síðu má finna upplýsingar um þau gögn stofnunarinnar sem enn hafa ekki verið birt stafrænt eða gerð aðgengileg á netinu.

Á vefgáttinni Málið.is má á einum stað fletta upp í nokkrum gagnasöfnum sem lúta að íslensku máli og málnotkun.
Áþreifanleg gögn í vörslu stofnunarinnar
Handritasafn Árna Magnússonar
Í handritasafni stofnunarinnar eru 1666 handrit og handritahlutar úr safni Árna Magnússonar, prófessors í Kaupmannahöfn og handritasafnara (1663–1730) , auk 1345 íslenskra fornbréfa í frumriti og 5942 fornbréfauppskrifta. Einhver hluti þessa viðamikla handritasafns er enn ekki orðinn aðgengilegur á netinu.
Örnefnasafn
Í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru geymdar skrár yfir örnefni á flestum jörðum á Íslandi en auk þess skrár yfir örnefni á afréttum og skrár yfir nöfn á fiskimiðum svo eitthvað sé nefnt.

Gagnagrunnur nafnið.is var opnaður í desember 2020. Gögn sem tilheyra örnefnasafni SÁM (örnefnaskrár eða lýsingar, uppdrættir o.s.fr.v.) eru aðgengilegar þar.
Söfn Orðabókar Háskólans
Stofnunin varðveitir söfn Orðabókar Háskólans. Þau geyma heimildir um íslensk orð og orðanotkun á nærri 500 ára tímabili (16.–20. öld). Hluti efnisins er tiltækur í rafrænum gagnasöfnum en annað einungis í seðlasöfnunum.
Segulbandasafn
Í þjóðfræðisafni er enn eitthvað efni einungis til á segulböndum en tölvuskráði hluti þess er nú aðgengilegur á vefnum ísmús.is.