Skip to main content

Fréttir

Nýr safnkennari tekinn til starfa á Árnastofnun

Marta Guðrún Jóhannesdóttir hóf störf sem safnkennari hjá stofnuninni í upphafi nýs árs.

Marta Guðrún er með BA-gráðu í bókmenntum og finnsku frá Háskóla Íslands (2002) og Helsingin Yliopisto ásamt MA- gráðu í safnafræði frá HÍ (2014). Hún lauk jafnframt námi í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 2004. Marta Guðrún  hefur lengst af starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari en hún starfaði á Gljúfrasteini – húsi skáldsins um skeið ásamt því að hafa sinnt ýmsum rannsóknarverkefnum gegnum tíðina, bæði á sviði íslensku og safnafræði. Síðast starfaði hún við Grunnskóla Drangsness þar sem hún gegndi stöðu skólastjóra á árunum 2015 til 2020 og sem grunnskólakennari til ársloka 2024. 

Árnastofnun býður Mörtu Guðrúnu velkomna til starfa.