Skip to main content

Viðburðir

Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld

7. janúar
2025
kl. 16.30–17.30

Eddu
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Karen Lilja Loftsdóttir heldur erindi í fyrirlestrasal Eddu 7. janúar kl. 16.30–17.30. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðræknisfélag Íslands.

 

Frjálsar ástir: Menningarsöguleg nálgun að hernámi Kanadamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld

Á tímum síðari heimsstyrjaldar sendu Kanadamenn tvær fylkingar kanadískra hermanna til Íslands til að aðstoða Bandamenn við hernám landsins. Sumarið 1940 sendi kanadíska ríkisstjórnin hóp hermanna úr þremur mismunandi fylkingum kanadíska landhersins til að aðstoða Breta við að hernema Ísland. Sá hópur fékk viðurnefnið Z Force og var staðsettur á Íslandi í aðeins nokkra mánuði. Árið 1944 sendu Kanadamenn síðan sveit innan kanadíska flughersins til Íslands til að styðja Bandaríkjamenn í kafbátahernaði þeirra gegn Þjóðverjum. Sú sveit nefndist 162 Squadron og var ein farsælasta hersveit Bandamanna í bardaga þeirra um Norður-Atlantshaf í síðari heimsstyrjöld. Þrátt fyrir að hernám Íslands hafi verið á vörum margra sagnfræðinga í áratugi, þá hefur aðild Kanadamanna í hernáminu aðeins nýlega fangað athygli íslenskra og kanadískra sagnfræðinga. Í doktorsrannsókn minni við sagnfræðideildina hjá Queen’s University í Ontario rannsaka ég hernám Kanadamanna á Íslandi út frá menningarsögulegu sjónarhorni. Ég einblíni á samskipti kanadísku hermannanna við Íslendinga – þá sérstaklega konur – og stjórnmálin, slúðrið og slagsmálin sem fylgdu.

Spurningum sem velt verður upp gætu verið á eftirfarandi hátt: Hvernig getur aðild Kanadamanna í hernámi Íslands verið borin saman við hlut Breta eða Bandaríkjamanna? Að hvaða leyti voru samskipti Kanadamanna við Íslendinga ólík samskiptum milli Íslendinga og hinna hersetuþjóðanna? Hvernig passar hernám Kanadamanna inn í orðræðu Ástandsins? Vorum við búin að gleyma að Kanada var þátttakandi í hernámi Íslands?

2025-01-07T16:30:00 - 2025-01-07T17:30:00