Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum
Séra Ólafur Jónsson (um 1560–1627), prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.
Hægt er að kaupa bókina hjá Bóksölu stúdenta.
Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða
Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða í útgáfu Einars G. Péturssonar er komið út í tveimur bindum. Í fyrra bindi (369 bls.) er inngangur útgefanda ásamt heimildaskrá, nafnaskrá og handritaskrá. Í seinna bindinu (119 bls.) er texti Tíðfordrífs, ásamt orðaskrá og nafnaskrá.
Í inngangi Einars er að finna afar ítarlegar skýringar á efni ritsins og varðveislu og gerð er grein fyrir leit að þeim heimildum sem Jón lærði hefur stuðst við. Texti Tíðfordrífs er varðveittur í mörgum handritum, bæði í heild og í hlutum.
Hægt er að kaupa bókina hjá Bóksölu stúdenta.
Rúnir á Íslandi
Með fornleifauppgötvunum síðustu ára hefur komið æ betur í ljós að rúnir voru notaðar á Íslandi frá upphafi byggðar til þess að rista nöfn og setningar í gripi af ýmsu tagi. Þótt Íslendingar lærðu að rita bækur með latínuletri hélt rúnaletrið lengi vel þeim sessi að vera það letur sem notað var í áletranir.
Hægt er að kaupa bókina hjá Bóksölu stúdenta.
Orð og tunga
Gripla