Skip to main content

Persónuverndarstefna

Persónuvernd hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Persónuverndarstefna

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum starfar samkvæmt lögum um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nr. 40/2006. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.

Það er stefna Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að sýna fyllstu varúð við meðferð allra persónuupplýsinga og vinna einungis með þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar til að uppfylla lagaskyldur stofnunarinnar. Þá er það hennar stefna að haga allri vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við gildandi persónuverndarlög og gæta þess að virða réttindi einstaklinga, s.s. rétt þeirra til aðgangs að persónuupplýsingum um sig sjálfa.

Sérstakur persónuverndarfulltrúi starfar fyrir stofnunina og er meðhöndlun persónuupplýsinga hagað í samræmi við hans ráðgjöf. Hans tengiliður hjá stofnuninni er Steinunn Aradóttir og má senda fyrirspurnir tengdar meðferð persónuupplýsinga á netfangið steinunn.aradottir@arnastofnun.is.

 

Vinnsla persónuupplýsinga

Um hverja eru persónuupplýsingar stofnunarinnar:

Málsaðila. Unnið er með grunnupplýsingar, s.s. um nafn, símanúmer, netfang og heimilisfang, og um önnur atriði sem koma fram í gögnum hvers máls.

 

Umsækjendur og starfsmenn. Skráðar eru grunnupplýsingar, s.s. þær sem fram koma í umsóknum og verða til við meðferð ráðningarmála.

Þá eru vissar upplýsingar um starfsmenn skráðar í Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og í Vinnustund, að því marki sem lög bjóða.

Eftir atvikum eru upplýsingar starfsmenn, s.s. ljósmyndir, birtar á vefsíðu stofnunarinnar. Upplýsingar á pappír eru varðveittar í læstum hirslum.

 

Gesti og viðskiptavini. Vissar grunnupplýsingar eru skráðar um gestir sem koma á viðburði og sýningar stofnunarinnar, um kennara sem koma með skólahópa, um nema og fræðimenn sem nýta sér vinnuaðstöðu og aðra sem tengjast stofnuninni, fá lán á bókasafni, gera pantanir o.s.frv.

 

Heimildarmenn, viðmælendur og þátttakendur í rannsóknum. Skráðar eru tengiliðaupplýsingar um heimildarmenn og þá viðmælendur sem tengjast fræðastörfum stofnunarinnar. Skráðar eru tengiliðaupplýsingar og tilteknar aðrar upplýsingar á grundvelli samþykkis eða í samræmi við lögboðið hlutverk stofnunarinnar. Þeim er ekki miðlað nema það sé í samræmi við persónuverndarlög.

 

Um varðveislu, vefkökur o.fl.

Stofnunin er afhendingarskyldur aðili til Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og varðveitir skilaskyld skjöl í samræmi við þau og settar reglur þar um.

Stofnunin notar vefkökur til að telja heimsóknir á vef sinn. Notendur geta stillt vafra sína þannig að þeir hafni vefkökum eða ekki.

Þegar notandi sendir inn fyrirspurn í gegnum form á vefsíðu stofnunarinnar er hann beðinn um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að svara fyrirspurninni.

Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila safnsins sem hýst er á vefþjóni staðsettum á Íslandi. Þar fer ekki fram söfnun eða úrvinnsla persónuupplýsinga.  

Á Google Play geta notendur (sem eru með Android síma) sótt sér app (smáforrit) fyrir málið.is. Það inniheldur Google Analytics teljara sem safnar gögnum um heimsóknir á síðuna.