Styrkir Snorra Sturlusonar
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast styrki Snorra Sturlusonar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði mannvísinda til að dveljast á Íslandi í 3 mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.
Stúdentastyrkir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis til stúdenta frá erlendum háskólum til íslenskunáms við Háskóla Íslands. Veittir eru um það bil tólf styrkir árlega fyrir BA-nám í íslensku sem öðru máli. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. einu ári á háskólastigi. Nánari upplýsingar um styrkinn og skráningarblað er á ensku.