Skip to main content

Pistlar

1. janúar 2017
Belgsdalsbók AM 347 fol. - Efnisyfirlit, tölusetning og bókargerð

AM 347 fol., Belgsdalsbók, er lagahandrit frá miðri 14. öld. Það er 27,3 x 20 cm og 98 blöð. Meginhluti þess (blöð 1‒84) er með einni hendi en þó hefur annar skrifari bætt við allmörgum stuttum lagagreinum. Hinn síðarnefndi hefur að því er virðist einnig skrifað fyrirsagnir í handritinu, sem eru rauðritaðar. Blöð 85−94 eru að öllum líkindum með hendi aðalskrifara handritsins en þau hefur hann skrifað síðar á ævinni. Öftustu fjögur blöðin eru með enn annarri hendi en skrifuð á svipuðum tíma.

1. desember 2016
Bósa saga í kvennahöndum — AM 510 4to

Út er komin bókin Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld eftir dr. Guðrúnu Ingólfsdóttur bókmenntafræðing. Bókin er hin 20. í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Af þessu tilefni var Guðrún fengin til að skrifa um handrit í eigu konu.

1. nóvember 2016
Jónsbókarhandrit Björns Grímssonar málara; GKS 3274 a 4to

GKS 3274 a 4to er með glæsilegustu handritum sem skrifuð voru á Íslandi eftir siðskipti. Það er pappírshandrit sem hefur að geyma Jónsbók og skylt efni, svo sem Réttarbætur og samþykktir Alþingis, Kirkjuskipan Kristjáns þriðja, Ribegreinarnar, Þinghlé Kristjáns þriðja, Hjúskaparlög Friðriks annars og Stóradóm.

1. nóvember 2016
Jónsbók – Elsta Jónsbókin AM 134 4to

Skinnhandritið AM 134 4to er elsta handrit Jónsbókar sem varðveist hefur, eða frá lokum 13. aldar. Hugsanlega var handritið skrifað á bilinu 1281–1294 eða skömmu eftir lögtöku Jónsbókar árið 1281.

1. október 2016
Heimur í brotum — GKS 1812 4to

Dagana 20.–21. október verður haldin í Viðey ráðstefna á vegum Árnastofnunar, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Miðaldastofu háskólans í Óðinsvéum (Syddansk Universitet). Ráðstefnan ber yfirskriftina Heimur í brotum og hnitast um eitt handrit, GKS 1812 4to, sem er eitt mikilvægasta íslenska alfræðihandritið sem varðveist hefur. Handritið, sem er skrifað á skinn, telur nú 36 blöð. Það er samsett úr fjórum hlutum, misgömlum, og geymir texta bæði á íslensku og latínu. Stofninn í því eru 11 blöð sem skrifuð voru undir lok 12.

1. maí 2016
Kaupbréf fyrir Reykjavík 1615

Árið 1615 seldi Guðrún Magnúsdóttir jörðina Reykjavík á Seltjarnarnesi, en hún var ekkja eftir Narfa Ormsson lögréttumann. Með samþykki sona sinna seldi sú fróma dándikvinna 50 hundruð í Reykjavík með sinni kirkjueign, en áður hafði konungur eignast 10 hundruð í Reykjavík, sem var 60 hundraða jörð. Kaupandi var Herluf Daa höfuðsmaður fyrir hönd konungs. Guðrún fékk í mót Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kiðafell í Kjós.

1. október 2015
Fornbréf frá Stóru Papey - Óblíð orð á Stóru Papey árið 1299

Á sumarþingi á Tingwall árið 1299 rituðu lögþingsmenn á Hjaltlandi bréf (nú AM dipl. norv. fasc. C3 a) sem fjallar um deilur varðandi jarðamat á eynni Stóru Papey, nú Papa Stour. Þetta er elsta varðveitta bréf frá Hjaltlandi, svo kunnugt sé. Það fjallar um ásakanir sem bornar voru á Þorvald Þórisson, sýslumann, um að hann hafi ranglega tekið sér hluta af skattgjaldi af eyjunni, sem hann átti að gjalda Hákoni Magnússyni jarli, bróður Eiríks Noregskonungs.

1. júlí 2013
Kvæðabók úr Vigur – AM 148 8vo

Þann 25. júní síðastliðinn var opnuð í Vigur í Ísafjarðardjúpi sjötta sýningin í verkefninu Handritin alla leið heim. Í fjósinu í Vigur má því í sumar sjá vandaða eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar af merku handriti sem til varð í eynni og er kennt við hana: Kvæðabók úr Vigur. Sýningin er haldin samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, heimamenn í Vigur og embætti prófessors Jóns Sigurðssonar.

4. janúar 2010
Ættarnöfn á Íslandi

Þessi skrá um ættarnöfn á Íslandi er birt hér á vinnslustigi til þess að afla nánari upplýsinga um tilkomu nafnanna hér á landi. Hún byggist á ýmsum heimildum, ekki síst Ættarnafnabók, sem stjórnvöld skráðu í ættarnöfn á árunum 1915-1925. Á þeim árum var leyft að skrá ættarnöfn opinberlega og greiddu menn fyrir skráningu nafnanna. Ættarnöfn höfðu smám saman verið að festa sig í sessi á Íslandi á öldunum á undan, bæði tóku Íslendingar sem dvöldu erlendis við nám upp ættarnöfn og eins komu erlendir menn, einkum kaupmenn og athafnamenn, sem hér settust að, upp ættarnöfnum sínum hérlendis.