Skip to main content
19. júní 2018
kontórstingur

Kontórstingur er útsaumsspor sem notað er í útlínur ýmiss konar. Í ritmálsafni Orðabókari Háskólans eru aðeins þrjú dæmi um orðið, það elsta úr Fjallinu og drauminum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson (1944):

Frúin Emilía kenndi stúlkunum hannyrðir, kenndi þeim flatsaum og krosssaum, kontórsting og aftursting.

19. júní 2018
kollsigla

Sagnorðið að kollsigla merkir að sigla skipi eða báti svo mikinn að farið þolir ekki ferðina og leggst á hlið eða jafnvel hvolfir. Þetta orð, kollsigla, er gamalt í málinu, en kemur þó ekki fyrir að fornu, ef marka má orðabækur. Orðabók Háskólans hefur dæmi um orðið frá 17. öld, hið elsta úr Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara saminni af honum sjálfum 1661. Fáein dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 17. og 18. öld, en það er ekki fyrr en á hinni 19. og 20. að það verður algengt á bókum. Nokkur dæmi: 

19. júní 2018
aðdragandi og kjölfar

Ólík orð í sams konar hlutverki

Vísun til tíma og tímaafstöðu er ríkur þáttur í notkun og merkingu margra orða auk þess að vera samgróin málkerfinu sem slíku í beygingarmyndum sagna. Forsetningar og samsetningar gegna einnig mikilvægu málkerfislegu hlutverki að þessu leyti.

Nafnorð og notkunarsambönd koma hér við sögu á margbreytilegan hátt, m.a. í föstum samböndum sem gegna áþekku hlutverki og ýmis málkerfislegri orð, forsetningar, samtengingar og atviksorð. Meðal þeirra eru tvö orðasambönd sem segja má að myndi eins konar samhverfu þótt yfirbragðið sé ólíkt.

19. júní 2018
Handrit skólakennara?

AM 76 8vo er lítið, óásjálegt pappírshandrit og innihaldið óvíða stórbrotnara en það sem algengt má kalla. Engu að síður er það eitt þeirra handrita í Árnasafni sem mesta athygli hafa vakið.

19. júní 2018
Dómabók úr Holti í Önundarfirði – AM 196 4to

Sumarið 1710 var gott og þurrt að sögn annála. Þá var Árni Magnússon, prófessor í dönskum fornfræðum við Kaupmannahafnarháskóla, á ferð um Vestfirði með skrifurum sínum þeirra erinda að gera jarðabók eftir skipan Friðriks IV. Danakonungs. Jafnframt nýtti Árni sér ferðina til þess að viða að sér gömlum handritum og skjölum. Hann kom að Holti í Önundarfirði 16. ágúst og voru gestgjafar hans prestshjónin Sigurður Jónsson og Helga Pálsdóttir. Þau voru í góðum efnum, talin vel ættuð, séra Sigurður úr Vatnsfirði við Djúp og Helga frá Selárdal.

19. júní 2018
Huggunarsálmur

Á dögunum fékk Þórunn Sigurðardóttir Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, 2016 í flokki fræðirita og rita almenns eðlis fyrir bókina Heiður og huggun: Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Bókin var gefin út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Reykjavík, 2015). Af þessu tilefni var Þórunn fengin til að skrifa um eitt handritið sem hefur að geyma erfiljóð, harmljóð eða huggunarkvæði.

 

19. júní 2018
Alexanders saga – framandi efni fært í íslenskan búning

Alexanders saga er norræn þýðing á latneska kvæðabálkinum Alexandreis sem Gautier de Châtillon setti saman um 1180. Kvæðið er um það bil 5500 línur að lengd, ort undir sexliðahætti (hexametri) og skiptist í tíu bækur. Þar er lýst lífi og afrekum Alexanders mikla sem uppi var á fjórðu öld f. Kr. og lagði undir sig mörg lönd. Kvæðið náði fljótt fádæma vinsældum í Evrópu á miðöldum og öðlaðist snemma sess sem skólatexti.

19. júní 2018
Íslendingabók; AM 113 g fol.

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Grænlands en lang nákvæmust er frásögnin af  kristnitökunni og sögu íslensku kirkjunnar.

19. júní 2018
Jarðakaupsbréf - Selárdalsprestur kaupir jörð fyrir lifandi fé, slátur og járn

Í landslagabókinni (Jónsbók) sem samþykkt var á alþingi 1281 segir að við jarðakaup skuli kveða á um landamerki og kaupa land með handsölum að viðstöddum vottum. Bréf skuli gera um kaupin með skilmálum og hafa innsigli fyrir. Eignir flestra sem eitthvað áttu á annað borð á fyrri öldum fólust að meginhluta í jörðum. Jarðakaup og jarðaskipti voru því tíð og til urðu afar mörg jarðakaupsbréf.