22. júní 2018
Eftirfarandi texti var upphaflega skrifaður sem svar við fyrirspurn til Vísindavefs Háskóla Íslands. Spyrjandi vildi fá svar við því hvort Hringaná væri eiginnafn.
Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram á þennan dag. Snorri Sturluson fjallar um kenningar í kaflanum Skáldskaparmál í Eddu sinni og kennir hvernig kenna skuli sól, vind, eld, vetur, sumar, menn, konur, gull og fleira. Um konur segir meðal annars: