9. október 2023
Þjóðfræðisafn Árnastofnunar geymir yfir 2000 klukkustundir af ýmiss konar þjóðfræðiefni. Efnið samanstendur meðal annars af frásögnum af lífi fólks og þjóðháttum snemma á síðustu öld, sögnum og ævintýrum, söng, þulum, rímum og hljóðfæraleik. Stór hluti efnisins var hljóðritaður á árunum 1960 til 1980 af Hallfreði Erni Eiríkssyni, Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni. Þau ferðuðust um landið og töluðu við fólk − mikið til eldra fólk − og spurðu þau spjörunum úr.