Skip to main content

Pistlar

12. febrúar 2020
Um örnefnaskráningu Samúels Eggertssonar og sníkjudýr

Samúel Eggertsson (1865–1949) er e.t.v. best þekktur sem kortagerðarmaður. Íslandskort hans „Landnám Íslands“ og „Siglingar forfeðra vorra“, sem sýna skip allra landnámsmanna og siglingaleiðir þeirra, eru mörgum kunnug og hafa verið sívinsælt efni á póstkortum, ásamt teikningum hans af ám og fjöllum Íslands og plakati af Hallgrími Péturssyni.

13. desember 2019
Fimur var Finnbogi rammi − AM 165 a fol.

Frá sautjándu öld er varðveittur aragrúi pappírshandrita sem geyma uppskriftir miðaldatexta. Í sumum tilvikum eru handritin ómetanleg vegna þess að forritin hafa glatast eftir að skrifað var upp eftir þeim. Önnur hafa lítið sem ekkert textagildi því að eldri forrit þess eru varðveitt. Þetta á meðal annars við um handrit í safni Árna Magnússonar undir safnmarkinu AM 165 a fol. Handritið er ekki varðveitt í upprunalegri mynd heldur var það hluti af talsvert stærri bók sem var tekin í sundur og er nú varðveitt undir alls sautján safnmörkum. Sá hluti sem nú er varðveittur sem AM 165 a fol.

22. nóvember 2019
Kvæðahandrit í eigu konu á 17. öld

Það vekur nokkra furðu að „hreinræktuð“ kvæðahandrit með veraldlegum kveðskap og rímum er vart að finna í eigu kvenna á 17. öld. Yfirleitt er kveðskapur af þessu tagi í handritum með öðru efni, sögum og einkum trúarlegum kveðskap. Sigríður Erlendsdóttir (f. 1653) á Syðri-Völlum í Húnavatnssýslu átti þó eitt sem kemst nálægt því að geyma einungis veraldlegan kveðskap en það er samsett úr 14 handritum eða handritsbrotum (AM 149 8vo). Samkvæmt lýsingu átti Ingvars saga að fylgja handritinu en er þar ekki nú. Flest handritin í AM 149 8vo eru tímasett til 17. aldar en sum eru e.t.v.

14. nóvember 2019
Úrfellingarpunktar

Úrfellingarpunktar

Úrfellingarpunktar (…) (e. ellipsis) er greinarmerki sem hefur sjálfstætt hlutverk: táknar úrfellingu úr orði eða setningu eða jafnvel hik. Fjallað er um notkun þess í undirkafla 31.2 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.

Merkið er sett saman úr þremur punktum en er sjálfstætt tákn í flestum leturgerðum og þess gætt af leturhönnuðum að bil milli punkta í merkinu sé hæfilegt. Hér má sjá dæmi um muninn á þremur punktum og tákninu fyrir úrfellingarpunkta:

28. október 2019
Þjóðsögur Magnúsar Grímssonar í AM 968 4to

Segja má að árið 1845 sé upphafsár þjóðfræðasöfnunar á Íslandi í anda Grimmsbræðra. Það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna öllum „alþýðlegum fornfræðum“ sem þeir gætu komist yfir og átti Magnús að safna sögum en Jón „kreddum, leikum, þulum, gátum og kvæðum“. Afraksturinn af þessu samstarfi varð fyrsta prentaða íslenska þjóðsagnasafnið, Íslenzk æfintýri, sem þeir félagar gáfu út árið 1852.

25. október 2019
Þjóðarsagan og örnefnin

Áhugi á örnefnum er oft nátengdur áhuga á fortíðinni. Þetta sést þegar í elstu ritum okkar, Landnámu og Íslendingasögum þar sem örnefni sem þekktust á ritunartíma eru notuð til að varpa ljósi á og staðfesta atburði sem gerðust löngu fyrr. Oft reyndu fornfræðingar 19. aldar að grafa í meinta hauga landnámsmanna sem við þá voru kenndir en uppskáru lítið annað en erfiðið. Uppgrónir skurðir eftir slíkan gröft sjást víða enn, t.d.

11. október 2019
knésetja

Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000. Eftirfarandi dæmi hafa birst í fjölmiðlum undanfarin ár.