Skip to main content

Pistlar

1. júlí 2019
Kristinréttur Árna og neðanmálsgreinar frá miðöldum – AM 49 8vo

AM 49 8vo er elsta varðveitta handritið af Kristinrétti Árna Þorlákssonar, hinum „nýja“ kristinrétti sem skrifaður var fyrir Ísland og samþykktur á Alþingi 1275. Árni Þorláksson biskup (d. 1298) samdi lögin í samvinnu við Jón rauða, erkibiskup í Niðarósi, líklega þegar hann var í Noregi veturinn 1274. Kristinréttur Árna tók við af hinum kristinna lagaþætti Grágásar, sem hafði verið lögtekinn á tímabilinu 1122 og 1133, þótt elsta handrit hans sé mun yngra.

27. maí 2019
Sagan af Argenis í SÁM 78

Skáldsagan Argenis eftir skosk-franska skáldið John Barclay (1582−1621) er pólitísk allegóría sem kom fyrst út árið 1621, skömmu eftir andlát höfundar, og hlaut góðar viðtökur samtímamanna. Sagan var margsinnis prentuð á 17. og 18. öld og þýdd á ýmsar tungur, m.a. á íslensku. Íslenska þýðingin hefur ekki verið prentuð en ljóst er að sagan hefur notið vinsælda hér eins og annars staðar því að til eru varðveitt a.m.k. átta handrit af henni.

13. maí 2019
Netflix miðalda – AM 589 a–f 4to

Við eigum Árna Magnússyni mikið að þakka fyrir ötult starf hans við söfnun og varðveislu handrita en sumar af hans aðferðum myndu seint þykja til sóma nú á dögum. Þannig tók Árni handrit oft í sundur og lét binda inn hluta þeirra hvern fyrir sig. Þessi meðferð hefur stundum valdið misskilningi og getur reynst fræðimönnum fjötur um fót þegar þeir hyggjast greina handritin sem heimild um það samfélag sem skapaði þau. Til að mynda hefur val og röð texta í handritum verið notuð til að leggja mat á hvort flokkun bókmenntagreina okkar nútímamanna falli að flokkun miðaldamanna.

29. apríl 2019
Rímnahandrit frá Vesturheimi – SÁM 176

Langflest handrit í vörslu Árnastofnunar eiga rætur að rekja til safns Árna Magnússonar handritasafnara. Þó leynast ýmis merkileg yngri handrit í handritageymslu stofnunarinnar undir safnmarkinu SÁM (Stofnun Árna Magnússonar).

SÁM 176 er nýjasta handritið skráð undir því safnmarki og jafnframt eitt allra yngsta handritið í geymslunni. Vesturfarinn Dagbjartur Guðbjartsson (1889–1970) skrifaði handritið 1963 en Örn Arnar færði stofnuninni það að gjöf fyrir hönd fjölskyldu Dagbjarts 24. september 2018.

1. mars 2019
Jómsvíkinga saga í AM 291 4to

Í desember síðastliðnum kom Jómsvíkinga saga út á vegum Hins íslenzka fornritafélags. Þorleifur Hauksson og Marteinn Sigurðsson bjuggu til útgáfu en ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson. Í tilefni af því var annar útgefandinn, Þorleifur Hauksson, fenginn til að skrifa handritapistil. 

1. janúar 2019
Sögur af Sæmundi fróða í AM 254 8vo

AM 254 8vo er handrit sem að mestu er skrifað af Árna Magnússyni sjálfum. Það er 388 blaða pappírshandrit (engin blöð eru númer 244–253 þannig að blaðtalið nær upp í 398), nú í þremur bindum, og hefur að geyma ýmsar minnisgreinar hans um Íslendingabók, athugagreinar um örnefni á Suður- og Vesturlandi og kafla úr Maríu sögu.

1. desember 2018
Gamli sáttmáli — AM 45 8vo

Handritið AM 45 8vo er lítil lögbók á skinni sem mikið vantar í, en talið er að hún hafi verið skrifuð á síðari hluta 16. aldar. Handritið hefur að geyma brot af Jónsbók á 8 blöðum, en síðan kemur lagalegt efni á 40 blöðum, þ.e. tvær tilskipanir Vilhjálms kardínála í íslenskri þýðingu, Gamli sáttmáli svonefndur í tveimur gerðum, lagaformálar, réttarbót Kristjáns 2.