2. mars 2020
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók, sem nú er í smíðum við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, merkir nafnorðið dagskrá ‘listi yfir atriði sem tekin eru fyrir hvert af öðru, í útvarpi, sjónvarpi, á fundi eða skemmtun’. Orðið er nokkuð algengt í íslensku nútímamáli og ef leitað er í Risamálheildinni birtast nálægt 150.000 dæmi úr ýmiss konar textum, aðallega Alþingisræðum og fréttatextum. dagskrá er þó ekkert sérstaklega gamalt orð í íslensku og samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmið sem varðveist hefur á prenti frá árinu 1851.