Skip to main content

Pistlar

20. júní 2021
foreldrar − foreldri

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem komnar voru fram strax í fornu máli og eldri merking er 'forfeður, ætterni'; hún er merkt sem fornt eða úrelt mál í Íslenskri orðabók (2002). 

9. apríl 2021
túbusjónvarp

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 fóru af stað miklar umræður í íslensku þjóðfélagi þar sem leitast var við að finna skýringar á þessu mikla skipbroti. Ein kenning sem margir héldu á lofti, af mismikilli alvöru, var sú að allt of margir hefðu fallið í þá freistni að kaupa sér dýra flatskjái. Í umræðunni urðu þessi heimilistæki, sem flestum þykja sjálfsögð í dag, einskonar birtingarmynd óhófs fyrirhrunsáranna eins og sjá má á eftirfarandi dæmi úr DV 2008.

25. september 2020
húmbúkk

„Þetta er óttalegt húmbúkk“ er sagt um eitthvað sem er ómerkilegt, óekta, svikið eða stenst ekki væntingar eða röksemdir. Í nútímamáli er orðmyndin húmbúkk algengust en öðrum myndum bregður fyrir: húmbúk, húmbúg, húmbúgg o.fl. Þær sýna að ritháttur og framburður hefur verið á reiki enda er orðið húmbúkk nokkuð framandlegt í íslensku og án sýnilegra tengsla við önnur orð málsins.

14. júlí 2020
kók

Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að það beygist í samræmi við semhengið sem það birtist í og tengist auðveldlega við aðra orðstofna í samsettum orðum eins og kókflaskakókskiltikókverksmiðja o.fl.

25. maí 2020
íþróttir og sport

Í fljótu bragði virðist mega líta á orðin íþrótt og sport sem samheiti. Í nýlegum orðabókum, bæði í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók, er sport skýrt sem ‘íþrótt(ir)’. Orðið sport kemur aftur á móti ekki fyrir í skýringum á orðinu íþrótt: 1 ‘leikni, fimi ...’; 2 ‘kerfisbundnar æfingar til að þjálfa líkamann (oft til að ná e-m tilsettum árangri, setja met o.þ.h.)’.

17. mars 2020
sóttkví

Uppruni og notkun

Orðið sóttkví og orðasambandið að setja (e-n) í sóttkví eru á allra vörum um þessar mundir. Sóttkví er kvenkynsorð sem er notað um það þegar fólki er gert að loka sig af tímabundið til að draga úr smithættu og afstýra útbreiðslu smitsjúkdóma. Það er sett saman úr orðunum sótt ‘veiki’, sem einkum er haft um smitsjúkdóma, og kvenkynsorðinu kví ‘aflokað svæði’.

2. mars 2020
dagskrá

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók, sem nú er í smíðum við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, merkir nafnorðið dagskrá ‘listi yfir atriði sem tekin eru fyrir hvert af öðru, í útvarpi, sjónvarpi, á fundi eða skemmtun’. Orðið er nokkuð algengt í íslensku nútímamáli og ef leitað er í Risamálheildinni birtast nálægt 150.000 dæmi úr ýmiss konar textum, aðallega Alþingisræðum og fréttatextum. dagskrá er þó ekkert sérstaklega gamalt orð í íslensku og samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmið sem varðveist hefur á prenti frá árinu 1851.

11. október 2019
knésetja

Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000. Eftirfarandi dæmi hafa birst í fjölmiðlum undanfarin ár.

28. maí 2019
landtaka og landnám

Í íslensku nútímamáli er nafnorðið landnám notað í merkingunni ‘það að nema, kasta eign sinni á og byggja, áður óbyggt land’. Það hefur meðal annars verið notað í tengslum við komu norrænna manna til Íslands og Evrópubúa til Ameríku og Ástralíu. Á undanförnum árum hafa ýmsir haldið því fram að þessi orðanotkun eigi ekki alltaf rétt á sér þar sem t.d. hvorki Ameríka né Ástralía hafi verið óbyggð lönd þegar Evrópumenn stofnuðu sínar nýlendur.