[...]
„Guðný Snorradóttir fæddist um 1771. Um æsku hennar hafa sagnirnar það eitt að flytja, er þær telja hafa ráðið mestu um æviferil hennar og siði síðar. Útburðirnir í Teitsgili höfðu ekki gleymzt.
Þegar Guðný var lítil var hún eitt sinn í smalamennsku. Þá var það sem henni virtist annar útburðurinn nálgast sig hún tók á rás með hann á hælunum heim til bæjar. Og endaði með því að klerkur faðir hennar varð að grípa til kunnáttu sinnar og kvað útburðinn frá dóttur sinni, og það svo dyggilega að hann lét ekki á sér bæra síðan. En Guðný litla „varð aldrei jafngóð".