Skip to main content

Svanhildur María Gunnarsdóttir

<p>Svanhildur María hóf störf hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1. júní 1995, upphaflega við afleysingar á skrifstofu og textainnslátt, og hefur verið starfsmaður stofnunarinnar samfleytt síðan. Frá september 1996 starfaði hún sem safnkennari stofnunarinnar og hélt utan um móttöku skólahópa, leiðsögn og fræðslu um sýningar Árnastofnunar auk þess að vera prófarkalesari stofnunarinnar en frá september 2021 hefur hún alfarið sinnt prófarkalestri ásamt öðrum verkefnum, meðal annars vinnu við heimasíðuna. Svanhildur María Gunnarsdóttir Miðlunarsvið 6913735 <a href="mailto:svanhildur.maria.gunnarsdottir@arnastofnun.is">svanhildur.maria.gunnarsdottir@arnastofnun.is</a>
Forneskjukonan úr Ambáttarhól

[...]

„Guðný Snorradóttir fæddist um 1771. Um æsku hennar hafa sagnirnar það eitt að flytja, er þær telja hafa ráðið mestu um æviferil hennar og siði síðar. Útburðirnir í Teitsgili höfðu ekki gleymzt.

Þegar Guðný var lítil var hún eitt sinn í smalamennsku. Þá var það sem henni virtist annar útburðurinn nálgast sig hún tók á rás með hann á hælunum heim til bæjar. Og endaði með því að klerkur faðir hennar varð að grípa til kunnáttu sinnar og kvað útburðinn frá dóttur sinni, og það svo dyggilega að hann lét ekki á sér bæra síðan. En Guðný litla „varð aldrei jafngóð".

Kona verður drottning

Orðið kona er fornt að uppruna eins og við er að búast. V-ið er í stofninum, sbr. beygingarmyndina kvenna, samsetningar á kven- og fornyrðin kván, kvon og kvæn, sem merkja 'kona'. Samsvarandi orð er notað í nágrannamálunum, danska kvinde, norska kvinne og sænska kvinna.

Af Þóru Þorsteinsdóttur handritaskrifara

Svo virðist sem skriftarkunnátta kvenna fyrr á tíð hafi einkum nýst þeim til bréfaskrifta og til að skrifa undir skjöl og gerninga. Sárafá dæmi eru um handritaskrifara í röðum þeirra fyrir miðja 18. öld. Fáein handrit hafa þó verið nefnd til sögunnar sem sennilegt má telja að séu með hendi kvenna. Elsta dæmið um að kona skrifi handrit er af Þóru (f. 1640), dóttur síra Þorsteins Björnssonar að Útskálum. Jón Halldórsson prófastur í Hítardal segir að Þorsteinn hafi menntað Þóru í reikningskúnst og fleiri lærdómslistum (Guðrún Ása Grímsdóttir 1996:228).

Hallveig Ormsdóttir húsfreyja í Reykholti (d. 25. júlí 1241)

Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar segir svo frá andláti húsfreyju Snorra Sturlusonar: „Um sumarit Jakobsmessu andaðist Hallveig Ormsdóttir í Reykjaholti, ok þótti Snorra þat allmikill skaði, sem honum var.“ Sögumaðurinn brýtur þannig hlutlæga frásögn sína og segir álit sitt á skaða Snorra og samhryggist honum. Hins vegar hefur hann líklega getið um dauða hennar vegna þess sem fylgdi á eftir, morðið á Snorra 23. september 1241.