Skip to main content

„vorkynna“ höfundar Íslendingasagna „konunum“?

Íslendingasögur fjalla, eins og alþjóð veit, um vígaferli og eilífar þingreiðir og þingsetur karla. Á meðan sitja konur heima og gæta bús og barna og reyna að jafna sig eftir strembið ráðabrugg. Örsjaldan er sjónarhorninu beint inn á heimilið þar sem þær sitja og dilla barni eða skara eld að köku sinni. Þó koma stöku myndir upp í hugann, t.d. af Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem hún situr og spinnur tólf alna garn.

Aldrei sést kona gefa barni brjóst í Íslendingasögum og aðeins eitt dæmi úr Fljótsdæla sögu er um konu sem venur meybarn af brjósti:

Handrit úr fórum Guðríðar Jónasdóttur frá Svarfhóli (1843–1919)

Fyrir mörgum árum var ég að gramsa í gömlum smákökukössum hjá föðursystur minni, Ragnheiði Kristjönu Baldursdóttur, og fann þar pappíra frá foreldrum hennar, Baldri Sveinssyni frá Húsavík og Marenu Pétursdóttur úr Engey. Þar á meðal var umslag sem á stóð „Guðríður Jónasdóttir frá Svarfhóli í Miklaholtshreppi móðir Jóh. G. Sigurðssonar“.

Kerlingar í landslaginu

Birtist upphaflega í janúar 2005.

Kerling kemur víða fyrir sem nafn á fjalli, tindi eða drang og verða nokkur þeirra nefnd hér:

1) Drangur sem gnæfir upp úr líparítskriðu í vestanverðum Kerlingarfjöllum í Árnessýslu. Þar er líka Kerlingará í Kerlingargljúfri.

2) Drangur í vesturhlíð Kerlingarfjalls á Snæfellsnesi, við hana er kennd gamla leiðin um Kerlingarskarð.

3) Fjall eða tindur í landi Skálmarnesmúla í Austur-Barðastrandasýslu.

Ambáttar-örnefni

Birtist upphaflega í mars 2004.

Orðið ambátt er tökuorð úr keltnesku og lengra aftur latínu ambactus ('þjónn') og merkir 'ófrjáls kona, þræll'. Það hefur komist snemma inn í germönsk mál og hefur verið í íslensku frá fyrstu tíð. Allnokkur örnefni á Íslandi eru með orðliðnum ambátt:

Svanhildur María Gunnarsdóttir

<p>Svanhildur María hóf störf hjá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1. júní 1995, upphaflega við afleysingar á skrifstofu og textainnslátt, og hefur verið starfsmaður stofnunarinnar samfleytt síðan. Frá september 1996 starfaði hún sem safnkennari stofnunarinnar og hélt utan um móttöku skólahópa, leiðsögn og fræðslu um sýningar Árnastofnunar auk þess að vera prófarkalesari stofnunarinnar en frá september 2021 hefur hún alfarið sinnt prófarkalestri ásamt öðrum verkefnum, meðal annars vinnu við heimasíðuna. Svanhildur María Gunnarsdóttir Miðlunarsvið 691 3735 <a href="mailto:svanhildur.maria.gunnarsdottir@arnastofnun.is">svanhildur.maria.gunnarsdottir@arnastofnun.is</a>