Skip to main content

Smjörnefni

Birtist upphaflega í febrúar 2010.

Smjör er allalgengt í örnefnum á Íslandi og kemur fyrir um allt land. Í daglegu máli merkir smjör nú nær eingöngu feitiefni sem búið er til með því að strokka rjóma úr kúamjólk. Áður fyrr var einnig búið til smjör úr sauðamjólk. – Margir velta fyrir sér merkingu örnefna sem byrja á Smjör- enda blasir kannski ekki við hvernig þau eru hugsuð. Örnefnin íslensku geta þar að auki haft mismunandi rithætti, ýmist Smjör-, Smér- eða Smjer.