Eftirfarandi texti var upphaflega skrifaður sem svar við fyrirspurn til Vísindavefs Háskóla Íslands. Spyrjandi vildi fá svar við því hvort Hringaná væri eiginnafn.
Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram á þennan dag. Snorri Sturluson fjallar um kenningar í kaflanum Skáldskaparmál í Eddu sinni og kennir hvernig kenna skuli sól, vind, eld, vetur, sumar, menn, konur, gull og fleira. Um konur segir meðal annars: