Skip to main content

Örtugadalur

Birtist upphaflega í júlí 2009.

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu.

Ölvatnsholt – Ölvisholt

Birtist upphaflega í október 2009.

Bæjarnafnið er til á tveimur bæjum á Suðurlandi, annars vegar í Flóa og hins vegar í Holtum. Bæjarnafnið í Holtum kemur fram í aðeins eldri heimild en hitt. Það er skrifað Olvashollt eða Olvassholltt í fornbréfi 1503 (DI VII:635–636) og Olvarsholltt 1504 (DI VII:677–678). Í yngri heimildum hafa rithættir verið með ýmsu móti:

Yxn- og Öxn- í örnefnum

Birtist upphaflega í september 2010.

Allnokkur örnefni á Íslandi eru kennd við nautgripi, t.d. Bolalækur, Nauteyri, Tarfshóll, Tuddagjá, Uxahryggir, Yxnatunga, Þjórsá, öxney. Deildar meiningar eru að vísu um hvort fyrri liðurinn í Þjórsá vísi til nautgripa eða sé annarrar merkingar. Örnefnið með Yxn- og Öxn- hafa nokkra sérstöðu í þessum hópi. Þau eru af einni rót, þeirri sömu og er í nöfnum með Uxa-, og eru bæði safnheiti, vísa til margra eintaka af sömu tegund.