Mörg hefðbundin starfsheiti eru karlkyns, þrátt fyrir að bæði karlar og konur beri þau. Því hefur verið haldið fram að þessi karllægni málsins beri í sér kynjamisrétti, sem beri að vinna gegn (sjá t.d. Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2001). Eftir kyni nafnorða fer kyn fallorða sem taka kynskiptri beygingu (Eiríkur Rögnvaldsson, 1990) og því getur komið til togstreitu milli kynjanna, a.m.k. þeirra málfræðilegu, þegar vísað er til starfsheita kvenna. Dæmi um þetta gæti verið:
(1) *Listamaðurinn er ánægð með niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar.