Birtist upphaflega í október 2011.
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Í kvikmyndahúsum er nú verið að sýna nýja teiknimynd um þessar verur, Strumparnir í þrívídd.
Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo. Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsverðra vinsælda.