Skip to main content

Urthvalafjörður

Birtist upphaflega í mars 2013.

Kolgrafafjörður á Snæfellsnesi hefur talsvert verið í fréttum undanfarna mánuði vegna mikils síldardauða þar í desember 2012 og aftur í febrúar 2013. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við Hjarðarbólsodda og Berserkseyrarodda, á svipuðum stað og brúin er nú. Kolgrafafjarðarnafnið er dregið af bænum Kolgröfum sem stendur við austanverðan innfjörðinn framarlega.

Tortóla

Birtist upphaflega í mars 2016.

Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst nú í marsmánuði 2016. Og eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum.

Strympa

Birtist upphaflega í október 2011.

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Í kvikmyndahúsum er nú verið að sýna nýja teiknimynd um þessar verur, Strumparnir í þrívídd.

Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo. Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsverðra vinsælda.