Skip to main content

Helga Hilmisdóttir

<p>Helga er málfræðingur sem hefur aðallega áhuga á hversdagslegu talmáli. Hún er ritstjóri Samtalsorðabókar sem er orðabók sem varpar ljósi á orð og orðasambönd sem einkum koma fyrir í talmáli. Undanfarin ár hefur hún beint sjónum að samtölum ungs fólks, m.a. notkun enskra orða í íslensku samhengi. Hún tekur þátt í norrænum og alþjóðlegum rannsóknarhópum sem fjalla um þessi mál og stýrir m.a. norræna netverkinu PLIS (Pragmatic loans in Scandinavian languages). &lt;br /&gt;<br /> &lt;br /&gt; Helga Hilmisdóttir Íslenskusvið 525 4443 <a href="mailto:helga.hilmisdottir@arnastofnun.is">helga.hilmisdottir@arnastofnun.is</a>

Halldóra Jónsdóttir

<p>Halldóra er verkefnisstjóri ISLEX-orðabókarinnar. Ritstjóri Íslenskrar nútímamálsorðabókar ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Hún hefur umsjón með vefútgáfu Íslensk-danskrar orðabókar Sigfúsar Blöndals. Halldóra situr í verkefnisstjórn fyrir vefgáttina Málið.is. Sérfræðingur stofnunarinnar í dönsku.</p> Halldóra Jónsdóttir Íslenskusvið 525 4431 <a href="mailto:halldora.jonsdottir@arnastofnun.is">halldora.jonsdottir@arnastofnun.is</a>

Guðný Ragnarsdóttir

<p>Guðný Ragnarsdóttir hefur haft umsjón með bókasafni stofnunarinnar frá ársbyrjun 2017. Hún sér um aðföng, skráningu safnkosts og þjónustu við gesti safnsins.</p> Guðný Ragnarsdóttir Rekstrar- og þjónustusvið 525 4022 <a href="mailto:gudny.ragnarsdottir@arnastofnun.is">gudny.ragnarsdottir@arnastofnun.is</a>

Ágústa Þorbergsdóttir

<p>Ágústa hefur starfað hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá stofnun hennar 2006 og þar áður vann hún hjá Íslenskri málstöð.&lt;br /&gt;<br /> Ágústa er ritstjóri Íðorðabankans og starfar með fjölmörgum orðanefndum. Hún hefur kennt íðorðafræði við HÍ frá 2008. Ágústa ritstýrir einnig Nýyrðavefnum og annast almenna málfarsráðgjöf.&lt;br /&gt;<br /> Ágústa er ritari Íslenskrar málnefndar og er ritstjóri Málfregna. Hún er jafnframt norrænn ritari (nordisk sekretær) í samstarfsneti norrænu málnefndanna (Netværket for sprognævnene í Norden) og er í ritnefnd Sprog i Norden.</p> Ágústa Þorbergsdóttir Íslenskusvið 525 4440 <a href="mailto:agusta.thorbergsdottir@arnastofnun.is">agusta.thorbergsdottir@arnastofnun.is</a>

Aðalsteinn Hákonarson

<p>Aðalsteinn Hákonarson er málfræðingur og hefur starfað sem verkefnisstjóri á nafnfræðisviði frá febrúar 2018. Hann sinnir margvíslegum verkefnum sviðsins tengdum örnefnum og nafnfræði almennt, meðal annars vinnu við Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samstarfsverkefnum við Örnefnanefnd og Landmælingar Íslands.</p> Aðalsteinn Hákonarson Menningarsvið 525 4433 <a href="mailto:adalsteinn.hakonarson@arnastofnun.is">adalsteinn.hakonarson@arnastofnun.is</a>
Staðarhólsbók Grágásar – AM 334 fol.

Staðarhólsbók er í hópi veglegustu skinnhandrita Árnasafns, lagahandrit í arkarbroti (folio) og að líkindum meðal elstu íslensku handrita sem varðveist hafa heil að kalla. Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol.) tekur henni fram í mikilleik og íburði eitt íslenskra lagahandrita frá miðöldum, en það er yngra handrit.

Möðruvallabók – AM 132 fol.

Möðruvallabók er stærsta varðveitta miðaldasafn Íslendingasagna og þekktasta handrit þeirra. Bókin er talin skrifuð um miðja fjórtándu öld. Í henni eru Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Finnboga saga ramma, Bandamanna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga, Ölkofra saga, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Laxdæla saga og Fóstbræðra saga.

Messudagar kvendýrlinga kaþólsku kirkjunnar

Eins og kunnugt er, er dýrlingur í kaþólskri trú karl eða kona sem hefur gert eitthvað í lifanda lífi sem veitir honum eða henni sérstakan sess við hlið Guðs á himnum. Dýrlingar skiptast í tvo hópa, játara og píslarvotta sem létu líf sitt fyrir trúna. Meginhlutverk dýrlinga var að vera árnaðarmenn, þ.e. milligöngumenn fólks við Guð. Litið var á dýrlinga sem fyrirmynd um gott og rétt líferni hérna megin grafar en það skiptir einnig miklu máli að dýrlingar voru taldir hafa afl til að milda píslir annars heims.

Konur og karlar í Nýyrðum I

Árið 1952 kom út ritið Nýyrði I; orðasafn með um 6.000 nýjum íslenskum orðum. Björn Ólafsson menntamálaráðherra hafði falið Alexander Jóhannessyni, Einari Ól. Sveinssyni og Þorkatli Jóhannessyni að sjá um að hafist yrði handa við að safna nýyrðum og þeir réðu Svein Bergsveinsson til starfsins. Í formála Sveins kemur fram að nýyrðin í bókinni miðist yfirleitt við að þau séu „síðar fram komin en þau orð, sem prentuð eru í Orðabók Sigfúsar Blöndals“. Má því ætla að orðin í Nýyrðum I séu sótt í heimildir u.þ.b. frá tímabilinu 1920–1950.