Skip to main content

Eldri rannsóknir

Sturlunga saga
Sturlunga saga er sögusafn, til orðið um 1300. Þar segir frá valdastríði á Íslandi frá því um 1120 til um 1264 þegar íslenskir bændur gengu Noregskonungi á hönd.
Orðabók Sigfúsar Blöndals
Íslensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal og Björgu C. Þorláksson kom út á árunum 1920–1924 og viðbætir við hana var gefinn út 1963. Markmið verkefnisins er að ganga frá allri orðabókinni í rafrænum gagnagrunni og gera hana aðgengilega til leitar á vef stofnunarinnar.
Hið glataða Njáluhandrit Gullskinna: Varðveisla textans og viðtökur á síðari öldum
Markmið verkefnisins var að rannsaka varðveislusögu Njáluhandrita á síðari öldum. Verkefnisstjóri var Ludger Zeevaert en aðrir þátttakendur voru Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Alaric Hall (University of Leeds).
Skáldskaparmálið í sögum um Ísland
Verkefnið snýst um að greina kveðskap sem er að finna í íslenskum miðaldasögum um Ísland.
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864–2014
Aðalmarkmið þessa þriggja ára verkefnis er að fjalla ítarlega um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862–1864).
Staða tungumála í háskólakennslu og rannsóknum
Athuganirnar lutu annars vegar að gagnasöfnun og samanburði og hins vegar að greiningu á málstefnu og viðhorfum að því er varðar val á tungumáli í kennslu og rannsóknastarfi á háskólastigi á Íslandi.
Tími og rými í fornsögum
Með því að rýna í tíma og rými í fornsögum má komast nær skilningi á hlutverki þeirra í því samfélagi sem sögurnar spruttu úr; hvernig þær tengjast umhverfinu á himni og á jörð með sögum af örnefnum og tilurð þeirra, leiðum á milli staða sem öðlast hlutverk og merkingu í samfélaginu vegna sagna um persónur og atburði sem þeim tengjast.
Erlend áhrif á íslenskan orðaforða á 19. öld og til loka 20. aldar
Verkefnið felst í því að safna erlendum tökuorðum í íslensku sem heimildir eru um frá 19. og 20. öld.
Íslenska við aldahvörf: Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar
Rannsóknin beinist að erlendum máláhrifum, einkum aðkomuorðum, eins og þau birtast í blöðum og tímaritum frá árunum 1875 og 1900.
Nýleg aðkomuorð í Norðurlandamálum
Verkefnið er norræn samanburðarrannsókn á nýlegum aðkomuorðum í sjö málum og málsamfélögum á Norðurlöndum – dönsku, finnlandssænsku, finnsku, færeysku, íslensku, norsku, og sænsku – sem stofnað var til að frumkvæði Norræns málráðs.
Heilagur Nikulás
Vísindaleg útgáfa á Nikulássögum erkibiskups. Markmiðið með útgáfunni er að gefa íslenskum almenningi og fræðimönnum innsýn inn í menningarheim trúar og tónlistar á miðöldum
Verk Jóns Guðmundssonar lærða
Rannsókn og útgáfa á edduritum og tíðfordrífi Jóns Guðmundssonar lærða. Edduritin hafa birst í útgáfu frá 1998. Tíðfordríf verður útgefin fljótlega.
Íslenskt orðanet
Íslenskt orðanet er rannsóknarverkefni sem miðar að því að ná fram samfelldu yfirliti í orðabókarbúningi um íslenskan orðaforða og innra samhengi hans, þar sem byggt á greiningu á merkingarvenslum íslenskra orða og orðasambanda.
Málhugmyndafræði, málsnið og miðlar
Innan málræktarfræði er vaxandi þungi í rannsóknum á því hvort (og þá hvernig) ríkjandi hugmyndir 19.–20. aldar um þjóðtungur og stöðlun þeirra eru á undanhaldi og hvort (og þá hvernig) megi sjá merki um afstöðlun eða umstöðlun þjóðtungnanna.
Breytileiki Njáls sögu
Rannsóknarverkefnið Breytileiki Njáls sögu (The variance of Njáls saga) var styrkt af Rannís á árunum 2011–2013, verkefnisstjóri var Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor.
Sögur úr Vesturheimi
Hjónin Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Franzdóttir hljóðrituðu þjóðfræðaefni meðal Vesturíslendinga í Norður Ameríku veturinn 1972–73. Í bókinni Sögur úr Vesturheimi bjó Gísli Sigurðsson um 20 klst. af hinu hljóðritaða efni til útgáfu og hér er einnig hægt að hlusta á það.
Sagan upp á hvern mann
Rannsókn Rósu Þorsteinsdóttur á átta íslenskum sagnamönnum sem hafa sagt ævintýri inn á segulbönd. Meðal annars var leitað svara við spurningum um hvort náttúrlegt eða félagslegt umhverfi endurspeglist í ævintýrum sagnafólksins og hvort viðhorf þess og lífsreynsla komi fram í sögunum.
Bragi – óðfræðivefur
Bragi – óðfræðivefur er gagnvirkur rannsóknargrunnur í bragfræði- og bókmenntum