Kristinréttr Árna Þorlákssonar er mikilvæg heimild fyrir íslenska laga-, trúar- og samfélagssögu á miðöldum. Þrátt fyrir að Kristinréttr sé varðveittur í 50 miðaldahandritum og 62 handritum eftir siðaskipti er textinn fremur óaðgengilegur, sérstaklega utan Íslands, og er lítið fjallað um hann í fræðiritum. Í þessu verkefni verður Kristinréttr Árna Þorlákssonar, sem var fyrst samþykktur 1275 á Alþingi gerður aðgengilegur fyrir fjölbreyttan lesendahóp í tvímála útgáfu á íslensku og ensku. Textanum fylgir inngangur, víðtækar orðskýringar um norrænar og latneskar heimildir sem Árni notaði, glósur yfir ýmis orð og atriðisorðaskrá.
Með textanum verður rækilegur inngangur sem setur Kristinrétt Árna Þorlákssonar í sögulegt samhengi Íslands og Noregs á 13. öld, lagasögu þess tíma og hugtökin „staðbundin kristin lög” eða „local canon law.” Í inngangi verður einnig fjallað um öll handrit Kristinréttar sem notuð eru í útgáfunni, önnur handrit textans, og skýringar á útgáfustefnu verksins.