Skip to main content

Málhugmyndafræði, málsnið og miðlar

Rannsóknarverkefni Ara Páls Kristinssonar á þessu sviði 2009–2013 nefndist Málhugmyndafræði, málsnið og miðlar. Rannsóknirnar sneru einkum að:

(1) breytilegum viðhorfum til þess hvaða íslensk málsnið eru viðeigandi við mismunandi málaðstæður, t.a.m. hvort fólk heldur sig við gamalgrónar hugmyndir um vandað mál eða hvort frávik frá því séu í vaxandi mæli talin eiga rétt á sér á opinberum vettvangi, t.d. í talmiðlum, prentmáli og samfélagsmiðlum;

(2) þeim áhrifum sem samfélagsbreytingar á síðnútíma, m.a. varðandi notkun gamalla og nýrra (fjöl)miðla, hafa á forsendur, aðferðir og áhrif málstýringar sem miðar að verndun og stöðlun þjóðtungna, einkum íslensku.

Rannsóknirnar tengdust að hluta til evrópsku samstarfsneti, Standard language ideology in contemporary Europe. Hluti rannsóknarinnar (verkefnið Mat á mismunandi málsniðum í íslenskum ritmiðlum) naut styrks úr Rannsóknasjóði HÍ árið 2011. Samstarfsmaður: Amanda Hilmarsson-Dunn.

Rit og erindi:

(2015)  Ari Páll Kristinsson og Amanda Hilmarsson-Dunn. Implications of language contact: Evaluating the appropriateness of borrowings in written Icelandic. New Trends in Nordic and General Linguistics. Martin Hilpert, Janet Duke, Christine Mertzlufft, Jan-Ola Östman & Michael Rießler ritstj. Linguae et Litterae. De Gruyter Mouton.

(2013) Ari Páll Kristinsson. Evolving language ideologies and media practices in Iceland. Sociolinguistica. International Yearbook of European Sociolinguistics. Vol. 27. Ulrich Ammon, Jeroen Darquennes og Sue Wright ritstj. Berlin/Boston: De Gruyter. Bls. 54–68.

(2013) Ari Páll Kristinsson og Amanda Hilmarsson-Dunn. Evaluation of different registers in Icelandic written media. Language (De)standardisation in Late Modern Europe: Experimental Studies. Tore Kristiansen og Stefan Grondelaers ritstj. Vol. 2 in book series: Standard Language Ideology in Contemporary Europe. Oslo: Novus. Bls. 331–354.

(2013) Ari Páll Kristinsson. Shaky foundations of standardization or tempest in the Icelandic teapot? On the implications of new media practices for common beliefs about standard language. 25th Scandinavian Conference of Linguistics, Reykjavík. Maí 2013.

(2012) Ari Páll Kristinsson. Evolving language ideologies and media preferences in Iceland. 17. september 2012, Inari.

(2012) Ari Páll Kristinsson. Writing for the ears. On the implications of using manuscripts in audiovisual media. Sociolinguistics Symposium 19, 22. ágúst 2012, Berlín.

(2012) Ari Páll Kristinsson og Amanda Hilmarsson-Dunn. Lexical additions through language contact: evaluating their appropriateness for different registers in Icelandic. 11th International Conference of Nordic and General Linguistics, 20. apríl 2012, Freiburg.

(2011) Ari Páll Kristinsson og Amanda Hilmarsson-Dunn. Mat á mismunandi málsniðum í íslenskum ritmiðlum. Málvísindakaffi, 18. mars 2011, HÍ.

(2010) Amanda Hilmarsson-Dunn og Ari Páll Kristinsson. Global English in transnational space: the media in Iceland. Sociolinguistics Symposium 18, 4. september 2010, Southampton.

(2009) Ari Páll Kristinsson.  „Í fréttum er þetta helst.“ Rannsókn á einkennum íslensks útvarpsmáls. Ritgerð til doktorsprófs í íslenskri málfræði. Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.