Um gerð sýningarinnar Heimur í orðum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor og Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri fjalla um tilurð og vinnu við handritasýninguna Heimur í orðum laugardaginn 25. janúar. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrasal Eddu og hefst kl. 13.
Nánar um viðburðinn síðar.
Indversk handrit
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dr. Shilpa Khatri Babbar, gestakennari í indverskum fræðum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um gömul indversk handrit. Í fyrirlestri sínum, sem ber heitið „India´s ancient manuscripts and knowledge systems“, mun dr. Shilpa fjalla um þessi ómetanlegu handrit og þekkingarkerfi þeirra sem lýsa því hvernig þau eru samofin indversku samfélagi og menningu.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.
Útdráttur úr erindi dr. Babbar
„India stands as one of the world's most ancient and enduring sustainable civilizations, with an estimated five million manuscripts—the largest repository of manuscript wealth globally. These extraordinary treasures encompass an incredible diversity of themes, materials, scripts, and languages, preserved on an array of surfaces including palm leaves, tree bark, paper, cloth, and even precious metals like gold and silver. The manuscripts explore an astonishingly broad range of subjects: from precise sciences like astronomy and architecture to intricate arts such as music, dance, and theatre, and profound disciplines including philosophy, medicine, and grammar.
Beyond its written heritage, India maintains an unbroken oral tradition of Vedic knowledge spanning more than 5,000 years. The Vedic heritage comprises four Vedas—often referred to as "books of knowledge"—despite being transmitted exclusively through oral recitation. These texts were preserved using unique recitation techniques based on nuanced tonal accents, a practice so remarkable that UNESCO has recognized it as an intangible heritage of humanity."
Ráðstefnukall: Ráðstefna um vatnsmerki í stafrænum gagnasöfnum
Kallað er eftir tillögum að erindum fyrir ráðstefnuna 8th International Conference on Watermarks in Digital Collections sem haldin verður í Eddu 19.–20. júní 2025.
Tillagan skal innihalda vinnutitil erindis, 100–300 orða útdrátt og upplýsingar um tengilið. Allar tillögur berist í einu skjali til Silviu Hufnagel (silvia@hi.is) og/eða Emanuel Wenger (emanuel.wenger@oeaw.ac.at). Skilafrestur er til og með 31. janúar 2025.
Árnastofnun á Safnanótt
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Árnastofnun tekur þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð sem fer fram 6.–9. febrúar. Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar og verða söfn víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu opin fram eftir kvöldi.
Ókeypis verður inn á handritasýninguna Heimur í orðum en einnig verður dagskrá í Eddu sem auglýst verður síðar.
Umsóknarfrestur fyrir sumarskóla í íslenskri tungu og menningu
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegum sumarskóla í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
15. febrúar er síðasti dagur til að skila inn umsóknum en sumarskólinn hefst 1. júlí 2025.
Sjá nánari upplýsingar um sumarskólann á íslensku eða ensku.
Fornar lögbækur og gildandi lög
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrum dómari, mun fjalla um fornar lögbækur og gildandi lög í hádegisfyrirlestri í Eddu. Erindið er liður í fyrirlestraröð sem tengd er handritasýningunni Heimur í orðum sem hefur m.a. að geyma nokkrar fornar lögbækur.
Nánar um efni erindisins verður auglýst síðar.