Árnastofnun tekur þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð sem fer fram 6.–9. febrúar. Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar og verða söfn víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu opin fram eftir kvöldi.
Ókeypis verður inn á handritasýninguna Heimur í orðum en einnig verður dagskrá í Eddu sem auglýst verður síðar.
2025-02-07T18:00:00 - 2025-02-07T22:00:00