Skip to main content

Rafræn vöktun

Fræðsla um notkun eftirlitsmyndavéla hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

 

Tilgangur

Eftirlitsmyndavélar eru mikilvægur hlekkur í öryggiskerfi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Árnastofnun). Húsnæði og lóð Árnastofnunar er vöktuð með rafrænum hætti og eru merkingar við innganga og innanhúss sem upplýsa starfsfólk og gesti um að rafræn vöktun sé í gangi. Tilgangurinn með vöktuninni er að tryggja öryggi starfsfólks, gesta, safnkosts, gagna og eigna.

Heimild

Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Árnastofnunar í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölulið 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.

Viðtakendur

Efni sem verður til við vöktunina verður ekki skoðað né afhent öðrum nema á grundvelli heimildar í 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis

Við notkun eftirlitsmyndavéla er farið eftir reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt nema sérstök rök séu færð fyrir frekari varðveislu. Engum gögnum er safnað um einstaklinga.

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Eddu, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík

Sími: 525 4010

Netfang: arnastofnun@arnastofnun.is

Persónuverndarfulltrúi

Frekari upplýsingar má nálgast hjá tengilið persónuvernarfulltrúa Steinunni Aradóttur, steinunn.aradottir@arnastofnun.is.

Tengt efni

Persónuverndarstefna Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda á heimasíðu Persónuverndar.

Reglur nr. 50/2023 um rafræna vöktun.