4. desember 2020
Orðið dillidó, sem oft kemur fyrir í vögguvísum, er líklega komið af sögninni „að dilla“ sem þýðir að vagga. Greinilega var þó ný skýring búin til um orðið, sem er prentuð í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur frá 1898−1903.
Dillir og Dumma
Foríngjar Heródesar hétu Dillir og Dumma og stóðu þeir fyrir barnamorðinu í Betlehem. Þessvegna verður börnum ekki betra gjört en þegar þeim er sagt lát þeirra og þetta raulað fyrir þeim: