Skip to main content
26. nóvember 2020
Fleiri rannsóknarefni þjóðfræða

Þulur hafa löngum verið einhvers konar regnhlífar­hugtak yfir ýmsar og oft ólíkar tegundir kveðskapar. Það kann að tengjast því að skilningur og skynjun manna á því hvað þulur eru hefur oft verið mismunandi og sögnin að þylja hefur haft afar mismunandi merkingar, allt frá mjög almennu ‚tala‘, ‚mæla‘ til mun sérhæfari, t.d. ‚kveða‘, ‚tauta‘ eða ‚flytja fræði‘.

16. nóvember 2020
Heitstrengingar á jólum: ævagamall drykkjuleikur

Í nokkrum íslenskum miðaldasögum má finna frásagnir af heitstrengingum. Misjafnt er hve vel þessum athöfnum er lýst en þær fara oft fram í veislum og fela yfirleitt í sér að menn standa upp, strengja þess heit að drýgja einhverja hetjudáð og innsigla heitið með drykk. Í nokkrum heimildum fara slíkar heitstrengingar fram í erfidrykkjum en í sumum heimildum, einkum fornaldarsögum, fara heitstrengingar fram á jólum. Þá stíga menn á stokk og drekka svo kallað bragafull/bragarfull, líklegast öl eða vín, sem menn drekka af og skála um leið og heit eru strengd.

5. nóvember 2020
Orðin stjórnarskrá, stjórnarlög og stjórnlög

Skilgreining á hugtakinu stjórnarskrá er: „Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og grundvallarmannréttindi“, skv. Lögfræðiorðasafninu í Íðorðabanka Árnastofnunar. Þar er einnig gefin frekari skýring hugtaksins: „S[tjórnarskrá] er æðri öðrum réttarheimildum.“ Í orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði er hugtakið skilgreint sem „lagabálkur sem kveður á um grunngildi og -reglur fullvalda ríkis“ og sýnt er enska jafnheitið constitution enda er það orð almennt þýtt á íslensku sem stjórnarskrá, m.a. í Hugtakasafni utanríkisráðuneytisins. 

29. september 2020
Slagsmál á Alþingi AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,11

Meðal þess sem varðveitt er í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru fjölmörg fornbréf. Efni bréfanna er af ýmsum toga en oftar en ekki eru þau fremur stutt og formleg, greina frá jarðakaupum, kaupmálum, dómsmálum og erfðamálum eða staðfesta vitnisburð manna. Hér og hvar leynast bréf sem gefa aðeins meiri innsýn í breyskleika mannfólksins, til að mynda bréf um hjúskaparbrot, lausaleiksbörn, slagsmál og fleira. Eitt slíkra bréfa var skrifað um það bil árið 1520 og hefur safnmarkið AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,11.

25. september 2020
húmbúkk

„Þetta er óttalegt húmbúkk“ er sagt um eitthvað sem er ómerkilegt, óekta, svikið eða stenst ekki væntingar eða röksemdir. Í nútímamáli er orðmyndin húmbúkk algengust en öðrum myndum bregður fyrir: húmbúk, húmbúg, húmbúgg o.fl. Þær sýna að ritháttur og framburður hefur verið á reiki enda er orðið húmbúkk nokkuð framandlegt í íslensku og án sýnilegra tengsla við önnur orð málsins.

14. september 2020
Treggjaldi

Í skáldverki Guðmundar G. Hagalín segir sú „gamla, góða kona“ Kristrún í Hamravík á einum stað um æðri máttarvöld að þau stýri nú öllu farsællega „yfir hvern treggjalda í veraldarinnar vör“ (Guðmundur Gíslason Hagalín 1933:161). Nafnorðið treggjaldi er skylt orðum eins og lo. tregur og no. tregða (og sömuleiðis þá no. tregi og so. trega). Grunnmerkingin virðist vera e-ð sem veldur fyrirstöðu, einhver þrengsli eða stífla. Í elstu heimild um orðið, í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá síðari hluta 18.

5. ágúst 2020
Af Guðmundi góða í AM 398 4to og skyldum handritum

Á sautjándu öld stóðu biskupar landsins, Þorlákur Skúlason (1597–1656) á Hólum og Brynjólfur Sveinsson (1605–1675) í Skálholti, ásamt Jóni Arasyni (1606–1673) prófasti í Vatnsfirði, fremstir í flokki að hrinda af stað viðamikilli afritun texta úr fornum skinnbókum yfir á pappír, sér í lagi verka af sögulegum toga, til að forða þeim frá glötun og hefja til vegs að nýju.

14. júlí 2020
kók

Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að það beygist í samræmi við semhengið sem það birtist í og tengist auðveldlega við aðra orðstofna í samsettum orðum eins og kókflaskakókskiltikókverksmiðja o.fl.