Skip to main content

Pistlar

14. desember 2020
Lúsía

13. desember er Lúsíumessa, helguð píslarvottinum Lúsíu frá Sýrakúsu á Sikiley. Lúsía er ein af þeim eðalbornu jómfrúm sem eiga að hafa liðið píslarvætti á fyrstu öldum kristins siðar fyrir þær sakir að þær vildu varðveita meydóm sinn og helga líf sitt unnustanum eina, Jesú Kristi. Í helgisögum af þessum dýrlingum er fastur liður að jómfrúin er færð fyrir valdsmann sem yfirheyrir hana. Þegar hún neitar að ganga af trú sinni og lúta valdinu er hún pyntuð hroðalega og loks drepin.

14. desember 2020
Makkabear

Þegar þessi pistill birtist, 14. desember 2020, stendur ljósahátíð gyðinga, hanukkah, sem hæst. Það er átta daga hátíð sem haldin er í minningu þess er gyðingar náðu aftur yfirráðum yfir Jerúsalem — Alexander mikli hafði lagt hana undir sig í sínum miklu landvinningum og eftir hans dag höfðu Selevkídar ráðið henni. Gyðingar hreinsuðu hið forna musteri í borginni og helguðu það að nýju með því að kveikja ljós á ljósastiku og færa brennifórnir. Þetta á að hafa gerst árið 164 f.Kr.

9. desember 2020
Grýlukvæði

Kvæði um Grýlu eru mörg til og eru þau jafnan gífurlega löng. Í sumum þeirra eru erindin vel yfir hundrað talsins. Hér eru aðeins birt nokkur erindi úr annars löngu kvæði. Í kvæðinu segir frá því hvar Grýla og Leppalúði taka saman í teiti, eins og svo algengt er. Þá er í lokin sagt frá því hvað verður um afkvæmi þeirra.

Grýlukvæði

Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða:
„Komið hingað öll til mín,
Leppur, Skreppur, Lángleggur og Skjóða.

4. desember 2020
Dillir og Dumma

Orðið dillidó, sem oft kemur fyrir í vögguvísum, er líklega komið af sögninni „að dilla“ sem þýðir að vagga. Greinilega var þó ný skýring búin til um orðið, sem er prentuð í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur frá 1898−1903.

Dillir og Dumma

Foríngjar Heródesar hétu Dillir og Dumma og stóðu þeir fyrir barnamorðinu í Betlehem. Þessvegna verður börnum ekki betra gjört en þegar þeim er sagt lát þeirra og þetta raulað fyrir þeim:

4. desember 2020
Leppalúðakvæði

Til eru mörg kvæði um hjónin Grýlu og Leppalúða, og voru þau oft æði löng. Hér á eftir fylgir stysta kvæðið um Leppalúða sem prentað er í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur frá 1898−1903.

1. Hér er kominn hann Leppalúði
leiðinlega stór.
Einn var eg staddur
innar í kór.

2. Einn var eg staddur,
og þá kom hann þar,
kafloðinn belginn
á bakinu bar.

26. nóvember 2020
Fleiri rannsóknarefni þjóðfræða

Þulur hafa löngum verið einhvers konar regnhlífar­hugtak yfir ýmsar og oft ólíkar tegundir kveðskapar. Það kann að tengjast því að skilningur og skynjun manna á því hvað þulur eru hefur oft verið mismunandi og sögnin að þylja hefur haft afar mismunandi merkingar, allt frá mjög almennu ‚tala‘, ‚mæla‘ til mun sérhæfari, t.d. ‚kveða‘, ‚tauta‘ eða ‚flytja fræði‘.

16. nóvember 2020
Heitstrengingar á jólum: ævagamall drykkjuleikur

Í nokkrum íslenskum miðaldasögum má finna frásagnir af heitstrengingum. Misjafnt er hve vel þessum athöfnum er lýst en þær fara oft fram í veislum og fela yfirleitt í sér að menn standa upp, strengja þess heit að drýgja einhverja hetjudáð og innsigla heitið með drykk. Í nokkrum heimildum fara slíkar heitstrengingar fram í erfidrykkjum en í sumum heimildum, einkum fornaldarsögum, fara heitstrengingar fram á jólum. Þá stíga menn á stokk og drekka svo kallað bragafull/bragarfull, líklegast öl eða vín, sem menn drekka af og skála um leið og heit eru strengd.