Skip to main content
5. apríl 2022
Íðorðastarf Orðanefndar Læknafélags Íslands

Orðanefnd læknafélaganna var formlega stofnuð árið 1983 til þess að taka saman ensk-íslenska orðabók með læknisfræðilegum heitum. Orðtakan hafði reyndar hafist fjórum árum áður en eftir að málfræðingur hafði verið ráðinn til starfa árið 1984 hófst ferill sem leiddi til útgáfu safnsins á árunum 1985−1989, 14 litlum heftum með stafköflunum A til Z. Í heftunum var að finna um 35 þúsund heiti með smáu letri á 550 blaðsíðum.

24. mars 2022
Örnefnaspjall þriggja bræðra: Upptaka frá 1970

Örnefnalýsingar eru til fyrir nær allar jarðir á Íslandi og eru nú að stórum hluta aðgengilegar á vefnum nafnið.is. Að baki hinu gríðarstóra safni liggja margs konar gögn: Handrit, örnefnalistar, rissaðir uppdrættir, bréf heimildarmanna til starfsmanna safnsins (áður Örnefnastofnunar) og fleira. Þessi gögn eru oft afar forvitnileg, ekki síst því þau gefa innsýn í það flókna ferli sem liggur að baki tilbúnum skrám og geta gefið til kynna margbrotnari viðhorf til viðfangsefnisins en síðan sjást í endanlegri gerð örnefnalýsingar.

8. mars 2022
Munnmæli um endalok norrænnar byggðar á Grænlandi

Kenningasmiðir um endalok norrænnar byggðar á Grænlandi hafa lítið gert með frásögn arafróða (í merkingunni fróður maður sem þekkir sögu lands síns af frásögnum sér eldri manna, allt að tvö til þrjú hundruð ár aftur í tímann) af því hvernig fór fyrir síðustu norrænu mönnunum þar í landi.

14. janúar 2022
Sögur úr 1001 nótt sagðar á Íslandi

Það var fyrir áhrif frá rómantísku stefnunni, þjóðernishyggju og Grimmsbræðrunum sem Íslendingar hófu að safna þjóðsögum úr munnlegri geymd á 19. öld og varð fyrsti afrakstur þess lítið kver sem Magnús Grímsson og Jón Árnason gáfu út árið 1852 undir heitinu Íslenzk æfintýri. Þegar þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer (1823–1902) kom til landsins árið 1858 höfðu þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson samt eiginlega gefist upp við söfnunina.

6. desember 2021
sprakki

Ein af útgáfubókum ársins 2021 hefur titilinn Sprakkar. Þótt form orðsins sé kunnuglegt — það rímar t.d. við orðmyndir eins og krakkarstakkarþakkar og pakkar — gæti það komið mörgum málnotendum ókunnuglega fyrir sjónir enda hafa höfundur bókarinnar og útgefendur séð ástæðu til að útskýra að þetta sé fleirtala af gömlu íslensku orði, sprakki, sem merki ‘röskleikakona, kvenskörungur’. Fjölmargar íslenskar orðabækur staðfesta tilvist þess í málinu frá gamalli tíð og finna má allmörg dæmi um orðið í söfnum Orðabókar Háskólans.

17. nóvember 2021
Sagan af bjargvætti Hlina kóngssonar

Ævintýri eru oft til í mörgum mismunandi tilbrigðum líkt og Kristín Anna Hermannsdóttir skrifaði um í þjóðfræðipistlinum „Upprunaligast og fornligast“ sem birtist hér á vef Árnastofnunar í fyrra. Meðal þeirra sem varðveist hafa í fleiri en einu tilbrigði er Sagan af Hlina kóngssyni. Áður en ég kynntist því ævintýri var ég vön ævintýrum þar sem kvenhetjurnar voru iðnar, fallegar og hjartahreinar en karlhetjurnar voru hugrakkar, klókar, fyndnar og traustar.