Skip to main content

Pistlar

Örnefnalýsingar skrifaðar annars vegar á kápublað úr kverinu Kolbeinslag og hins vegar á aðgöngumiða frá Stúdentafélagi Reykjavíkur.
13. mars 2023
Úr skúmaskotum skjalaskápa á örnefnasafni

Margir þekkja örnefnasafnið sem er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var gert aðgengilegt að stórum hluta á vefsíðunni nafnið.is í árslok 2020. Það er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem átti sér að miklu leyti stað á árunum 1930–1970 á vegum Hins íslenska fornleifafélags, Þjóðminjasafns og ungmennafélaga og í kjölfarið vinnu starfsmanna Örnefnastofnunar við að bæta og auka fyrirliggjandi gögn í samvinnu við heimildarmenn um land allt. Langflestar örnefnalýsingar hafa verið vélritaðar upp á býsna staðlað form.

20. desember 2022
aðventa eða jólafasta

Birtist upphaflega í desember 2019.

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.

""
21. nóvember 2022
Stækkum Íðorðabankann

Fjölmargar orðanefndir og áhugasamir einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum til þess að efla íslenskan orða- og hugtakaforða á ýmsum fræði- og starfsgreinasviðum með því að taka saman íðorðasöfn og birt þau í Íðorðabankanum. Slíkt er gríðarlega mikilvægt til að íslenska dafni sem tungumál og hægt verði að nota hana á öllum sviðum samfélagsins. Enn vantar þó íðorðasöfn á ýmsum sviðum, t.d. í efnafræði og heimspeki.

Upphaf

3. nóvember 2022
Örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2022 fjallar pistill nafnfræðisviðs að þessu sinni um örnefni í nærumhverfi og kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Áherslan er á tvennt. Í fyrsta lagi verður stiklað á stóru um örnefnin sem koma fyrir á þeim jörðum og stöðum á Íslandi þar sem Jónas átti heima. Í öðru lagi verður kynnt örverkefni sem höfundur pistilsins vann sem framlag til dags íslenskrar tungu og lék sér að því að kortleggja örnefni sem koma fyrir í kvæðum Jónasar.