Skip to main content
1. mars 2018
Arons saga á skinni – AM 551 d β 4to

Sagan af Aroni Hjörleifssyni (1199−1255) greinir frá ungum Íslendingi, sem varð stuðningsmaður Guðmundar góða Hólabiskups í langvarandi deilum hans við Sighvat Sturluson og syni hans, Tuma og Sturlu. Aron kom við sögu afdrifaríkra atburða á Sturlungaöld, átti m.a. þátt í drápi Tuma Sighvatssonar á Hólum í febrúar 1222 og særðist alvarlega í hefndarárásinni í Grímsey í aprílmánuði sama ár.

1. febrúar 2018
Dýrlingar og helgisögur í AM 657 c 4to

Handritið AM 657 c 4to var skrifað á síðustu áratugum 14. aldar. Það er 51 blað en blöð vantar bæði framan af, aftan af og innan úr því. Handritið inniheldur niðurlag sögu heilags Mikaels höfuðengils, Maríu sögu egypsku, Eiríks sögu víðförla og B-gerð Guðmundar sögu góða. Maríu saga egypsku (sem ekki má rugla saman við Maríu Magdalenu) er saga af iðrandi vændiskonu sem gerist einsetukona í eyðimörk; sagan var þýdd úr latínu á 13. öld. Hinar þrjár sögurnar eru frá 14. öld. Mikaels saga var samin af Bergi Sokkasyni ábóta, en talið er að hann hafi samið allnokkrar helgisögur á fyrri hluta 14.

1. janúar 2018
Grettisrímur AM 611 d 4to - Tíska 17. aldar í Grettisrímum Kolbeins Grímssonar

Rímnahandrit gengu manna á milli á dögum rímnaskemmtana sem tíðkuðust á Íslandi um aldir. Mörg þeirra hafa varðveist til vorra daga en hafa lítið verið handleikin um langt skeið. Eitt þeirra er hið látlausa handrit AM 611 d 4to, sem geymir rímur eftir Kolbein Grímsson (um 1600‒1683), sem ýmist var kallaður jöklaraskáld eða jöklaskáld.

1. desember 2017
Í ástarbing: María og Jesúbarnið – Lbs 3013 8vo

Snemma í sögu kristindómsins tóku að myndast sagnir sem ætlað var að fylla inn í heldur fátæklegar frásagnir guðspjallanna af hinni heilögu fjölskyldu og bernskuárum Jesú. Um fæðingu og uppvöxt Maríu urðu til helgisögur sem komið var í íslenskan búning á 13. öld (Maríu saga) og sömuleiðis þekktu miðaldahöfundar okkar til rita sem sögðu frá bernsku Krists. Slíkar sagnir héldu áfram að höfða til fólks þótt aldir liðu.

1. október 2017
Mikilvæg heimild um siðaskiptin á Íslandi

Í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hóf siðbót sína var Margrét Eggertsdóttir fengin til að skrifa pistil um handrit sem tengist siðaskiptatímanum á Íslandi.

AM 215 fol. Mikilvæg heimild um siðaskiptin á Íslandi

1. september 2017
Stjórn — AM 227 fol.

AM 227 fol. er í hópi glæsilegustu handrita í hinu mikla safni Árna Magnússonar og ber íslenskri bókagerð um miðbik fjórtándu aldar fagurt vitni. Nú eru í bókinni 128 blöð en nokkuð hefur glatast úr henni og ekki ósennilegt að upphaflega hafi blöðin verið í námunda við 150. Handritið geymir þýðingu á nokkrum bókum Gamla testa­ment­isins með ívafi skýringargreina úr lærdómsritunum Historia scholastica eftir Petrus Comestor og Speculum historiale eftir Vinsentíus frá Beauvais.

1. júlí 2017
Gísla saga klippt og skorin — AM 445 c I 4to

Sumar fornsögur eru okkur kunnar í fleiri en einni gerð. Gott dæmi um það er Gísla saga Súrssonar en handrit hennar eru líka til vitnis um það hve varðveisla sagnanna er oft gloppótt. Gísla saga er varðveitt í heilu lagi á skinnbókinni AM 556 a 4to, sem stundum er nefnd Eggertsbók eftir einum eiganda sínum, Eggerti Hannessyni hirðstjóra (d. 1583). Önnur skinnbók með sögunni var í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn síðla á 18. öld en týndist svo. Af henni eru sem betur fer til afrit en þau voru gerð eftir að eyða var komin í söguna svo ekki er allur texti þeirrar gerðar til.

1. júní 2017
Sögur af Jóni Upplandakonungi og Ásmundi flagðagæfu: AM 569 c 4to

Oftast er litið svo á að söfnun þjóðsagna á Íslandi hafi hafist árið 1845 en það ár tóku þeir Jón Árnason (1819–1888) og Magnús Grímsson (1825–1860) sig saman um að safna sögum, kvæðum, gátum og leikum. Í eldri handritum má þó oft rekast á sögur af sama tagi og finnast í þjóðsagnasöfnum 19. og 20. aldar, sögur sem hafa ratað á pappír beint úr munnlegri geymd. Árni Magnússon (1663–1730) lét til dæmis skrifa upp nokkur ævintýri í byrjun 18. aldar ásamt sögnum af Sæmundi fróða og nokkrum fornlegum þjóðsögum.

1. maí 2017
Tvær drápur í Konungsbók Snorra-Eddu – GKS 2367 4to

Handritið GKS 2367 4to er kennt við safn Konungsbókhlöðunnar í Kaupmannahöfn en Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki III Danakonungi það 1662. Handritið kom aftur til Íslands í febrúar 1985 og er nú varðveitt í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Handritið er raunar eitt þekktasta íslenska handritið frá miðöldum og gengur jafnan undir nafninu Konungsbók Snorra-Eddu enda er meginefni þess aðaltexti Snorra-Eddu. Handritið er talið ritað á fyrri hluta 14. aldar. Það telur 55 blöð og er að flestu leyti heilt og læsilegt.