Skip to main content

Pistlar

Jónsbókarhandrit frá 14. öld

Flestar varðveittar skinnbækur frá miðöldum geyma lög, fyrst og fremst Jónsbók frá 1281 og kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar frá 1275, auk réttarbóta konungs og kirkjuskipana. Til eru hátt á annað hundrað lögbóka og lögbókarbrota frá miðöldum, nærri fjórðungur allra íslenskra handrita og handritsbrota á skinni sem til eru. Þegar Árni Magnússon var rétt rúmlega tvítugur eignaðist hann þrjár veglegar lögbækur frá 14. öld hjá vinum og vandmönnum í Dalasýslu. Þær urðu kveikjan að handritasöfnun hans.

Már Jónsson, sagnfræðingur, mun í fyrirlestraröðinni Góssið hans Árna segja frá einu þessara handrita, AM 344 fol. eða Ljárskógabók, efni þess lýst og ferli, sem og afskiptum Árna af textanum og lýsingu hans á varðveislu þess, hinni fyrstu sinnar tegundar.

 

Birt þann 19. júní 2018
Síðast breytt 24. október 2023