Skip to main content
20. júní 2018
Amt

Birtist upphaflega í mars 2004.

Elsta dæmi um orðið amt er frá 16. öld, skv. heimildum, í merk. 'umboðsstjórnarsvæði', sem tökuorð úr dönsku, en það er ættað úr latínu, skylt orðunum ambátt og embætti. Í Stardal í Kjalarneshr. eru nokkrir hnúkar nefndir Amtið, og þar er einnig Stiftamt, en ekki er vitað um tildrög nafnanna.

Ambátt

Orðið ambátt er tökuorð úr keltnesku og lengra aftur latínu ambactus ('þjónn') og merkir 'ófrjáls kona, þræll'. Það hefur komist snemma inn í germönsk mál og hefur verið í íslensku frá fyrstu tíð. Allnokkur örnefni eru með þessum orðlið:

20. júní 2018
freigáta

Vefurinn málið.is var opnaður um miðjan nóvember 2016. Hann hefur á rúmum þremur mánuðum orðið býsna vinsæll. Þar er hægt að slá inn eitthvert leitarorð og síðan birtir vefgáttin upplýsingar um það orð og þær eru sóttar í sex mismunandi gagnasöfn (hið sjöunda kemst brátt í gagnið).

20. júní 2018
ölbrestur

Í öðrum kafla Íslandsklukkunnar, fyrsta bindi hinnar þrískiptu sögu Halldórs Laxness, er söguhetjan hýdd opinberlega á haustþingi á Kjalardal. „Að vísu hafði ekkert sannast á Jón Hreggviðsson fremuren fyrri daginn, afturámóti var hann hafður fyrir sökinni einsog ævinlega.“ Að loknu þingi býður bóndinn í Galtarholti nokkrum heldri mönnum ásamt böðli og hinum hýdda upp á brennivín í skemmu sinni. Var þar veitt vel langt fram á kvöld.

20. júní 2018
æðiber

Merking og notkun

Æðiber eru svört og eitruð ber belladonnajurtarinnar sem notuð hafa verið til lækninga og sem fegrunarlyf í Evrópu frá fornu fari. Þessi jurt vex ekki villt á Íslandi og orðið virðist ekki algengt í eiginlegri merkingu. Þó eru dæmi um hana í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

20. júní 2018
reyfarakaup

Orðið reyfarakaup eru nú einkum notað í fleirtölu, t.d. í orðasambandinu að gera reyfarakaup í merkingunni ‘að gera mjög góð kaup, kaupa á mjög hagstæðu verði’. Í eldra máli eru þó einnig dæmi um að orðið sé haft í eintölu í sömu merkingu samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

20. júní 2018
reyfari

Merking og notkun

Orðið reyfari hefur tvær merkingar samkvæmt Íslenskri orðabók:

  1. (gamalt) • ræningi, ránsmaður
  2. (bókmenntir) • skáldsaga samin fyrst og fremst til afþreyingar án tillits til listræns gildis, oft í stöðluðu formi (yfirleitt um ástir, bardaga, spennuleiðangra eða sakamál)

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má finna fjölmörg dæmi um fyrri merkinguna, flest gömul eins og vænta má, en henni bregður líka fyrir í yngri ritum:

20. júní 2018
prívatbíll

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út.

20. júní 2018
páskavika - dymbilvika

Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um merkingu orðsins. Í fornu máli eru mörg dæmi um orðið og af samhengi má sjá að páskavika byrjar með páskadegi. Þetta skýrist með því að vikan hefst með sunnudegi, páskadagur er þá fyrsti dagur vikunnar og hún dregur síðan nafn sitt af páskahátíðinni.