Skip to main content

Pistlar

20. júní 2018
Kvennabrekka

Birtist upphaflega í október 2017.

Í tilefni afmælisdags Árna Magnússonar (13. nóvember) er örnefni mánaðarins Kvennabrekka í Miðdölum. Árni fæddist á Kvennabrekku árið 1663 en faðir hans, séra Magnús Jónsson, var prestur þar og móðir hans, Guðrún Ketilsdóttir, dóttir séra Ketils Jörundssonar í Hvammi í Dalasýslu sem var fornt höfðingjasetur og landnámsjörð.

20. júní 2018
Kóngafólk í örnefnum

Birtist upphaflega í október 2013.

Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm)) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá um hríð legið niðri vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. Eftir að þessu konunglega sambandi lauk voru Íslendingar þó ekki að öllu leyti án kóngafólks því sumt af því lifði áfram í örnefnum.