Skip to main content

Pistlar

20. júní 2018
Strympa

Birtist upphaflega í október 2011.

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Í kvikmyndahúsum er nú verið að sýna nýja teiknimynd um þessar verur, Strumparnir í þrívídd.

Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo. Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsverðra vinsælda.

20. júní 2018
Stefill

Birtist upphaflega í febrúar 2003.

Ásgeir Blöndal Magnússon nefnir örnefnið í Íslenskri orðsifjabók sinni en ekki hvar það sé. Hann segir: „Orðið virðist haft um ávalan grasbala á túni. Nafnið er efalítið tengt stafur en merkingarferli óljóst, eldri merk. hugsanl. ‘gerði’ eða ‘stallur’.“ (bls. 953).

Staðurinn sem nafnið á við hefur ekki fundist og eru það því vinsamleg tilmæli til þeirra sem kynnu að þekkja örnefnið að láta vita á Örnefnasafni hvar á landinu það sé að finna og hvernig staðurinn líti út.

20. júní 2018
Smjörnefni

Birtist upphaflega í febrúar 2010.

Smjör er allalgengt í örnefnum á Íslandi og kemur fyrir um allt land. Í daglegu máli merkir smjör nú nær eingöngu feitiefni sem búið er til með því að strokka rjóma úr kúamjólk. Áður fyrr var einnig búið til smjör úr sauðamjólk. – Margir velta fyrir sér merkingu örnefna sem byrja á Smjör- enda blasir kannski ekki við hvernig þau eru hugsuð. Örnefnin íslensku geta þar að auki haft mismunandi rithætti, ýmist Smjör-, Smér- eða Smjer.