Skip to main content

Pistlar

20. júní 2018
Örtugadalur

Birtist upphaflega í júlí 2009.

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu.

20. júní 2018
Ölvatnsholt – Ölvisholt

Birtist upphaflega í október 2009.

Bæjarnafnið er til á tveimur bæjum á Suðurlandi, annars vegar í Flóa og hins vegar í Holtum. Bæjarnafnið í Holtum kemur fram í aðeins eldri heimild en hitt. Það er skrifað Olvashollt eða Olvassholltt í fornbréfi 1503 (DI VII:635–636) og Olvarsholltt 1504 (DI VII:677–678). Í yngri heimildum hafa rithættir verið með ýmsu móti:

20. júní 2018
Yxn- og Öxn- í örnefnum

Birtist upphaflega í september 2010.

Allnokkur örnefni á Íslandi eru kennd við nautgripi, t.d. Bolalækur, Nauteyri, Tarfshóll, Tuddagjá, Uxahryggir, Yxnatunga, Þjórsá, öxney. Deildar meiningar eru að vísu um hvort fyrri liðurinn í Þjórsá vísi til nautgripa eða sé annarrar merkingar. Örnefnið með Yxn- og Öxn- hafa nokkra sérstöðu í þessum hópi. Þau eru af einni rót, þeirri sömu og er í nöfnum með Uxa-, og eru bæði safnheiti, vísa til margra eintaka af sömu tegund.

20. júní 2018
Urthvalafjörður

Birtist upphaflega í mars 2013.

Kolgrafafjörður á Snæfellsnesi hefur talsvert verið í fréttum undanfarna mánuði vegna mikils síldardauða þar í desember 2012 og aftur í febrúar 2013. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við Hjarðarbólsodda og Berserkseyrarodda, á svipuðum stað og brúin er nú. Kolgrafafjarðarnafnið er dregið af bænum Kolgröfum sem stendur við austanverðan innfjörðinn framarlega.