Skip to main content
19. mars 2019
Þarfar

Birtist upphaflega í ágúst 2018.

Undir lok Sverris sögu segir frá baráttu Sverris konungs Sigurðarsonar (um 1151–1202) við uppreisnarmenn úr röðum Bagla. Eitt sinn var konungur í herferð í Víkinni, í héraðinu þar sem nú er Bohuslän í Svíþjóð (ÍF XXX:264; stafsetning hér og eftirleiðis eftir nútímahætti):

„Og er Sverrir konungur kom norður til Sótaness þá veik hann inn af leiðinni og lagðisk þar sem heita Þarfar. Þar var fyrir söfnuður Bagla. Lét konungur eigi á land ganga að sinni.“

1. mars 2019
Jómsvíkinga saga í AM 291 4to

Í desember síðastliðnum kom Jómsvíkinga saga út á vegum Hins íslenzka fornritafélags. Þorleifur Hauksson og Marteinn Sigurðsson bjuggu til útgáfu en ritstjóri er Þórður Ingi Guðjónsson. Í tilefni af því var annar útgefandinn, Þorleifur Hauksson, fenginn til að skrifa handritapistil. 

23. janúar 2019
Annáll örnefnasöfnunar

Birtist upphaflega í október 2010.

Elstu skrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru úr fórum Brynjúlfs Jónssonar (1838–1914) fræðimanns frá Minna-Núpi, ýmist ritaðar af honum sjálfum eða af heimamönnum á bæjum. Ekki eru nærri öll þau plögg dagsett og því ekki vitað um aldur þeirra nákvæmlega. Brynjólfur Bjarnason, bóndasonur í Framnesi á Skeiðum, skrifaði upp örnefni á heimajörð sinni 29. október 1910 fyrir nafna sinn. Er það elsta dagsett skjal í safninu og því höfum við ekki annað betra að festa hönd á um upphaf skipulegrar örnefnasöfnunar.

23. janúar 2019
Ortnamnen på Island

Upphaflega birt á vefsíðu Samfundet Sverige-Island árið 2017.

 

Den som reser längs de isländska vägarna kan förundras över de väl skyltade gårdsnamnen. De kan te sig främmande, nästan exotiska, men visar sig flest rymma västnordiska ord och begrepp. Översikten ger också några keltiska exempel på ortnamn.

 

23. janúar 2019
Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945

Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka gegn Þjóðverjum. Í lok apríl 1940 höfðu Þjóðverjar lagt undir sig Danmörku og Noreg og sóttu fram á öllum vesturvígstöðvunum, var aðeins tímaspursmál hvenær Frakkland, Belgía og Holland féllu. Stríðið um Atlantshafið var þá hafið og töldu Bretar sér stafa ógn af staðsetningu Íslands ef það lenti í óvinahöndum. En Winston S.

22. janúar 2019
Gríður, Jón Dýri og Íhalds-Majórinn. Um nafngiftir dráttarvéla

Það breyttist margt í sveitum með tilkomu dráttarvélanna, eða traktoranna eins og flestar þeirra voru kallaðar fram á styrjaldarárin síðari. Framandi veröld blasti við fólki þegar þessi háværu flykki tóku að krafla sig áfram um torfært land þar sem áður höfðu aðeins tiplað hljóðlátir en fótvissir hestar með byrðar sínar eða drögur. Nýjungin hlaut að kalla margt fram í huga fólks og samræðum, bæði þannig að eldri viðhorf og hefðir færðust yfir á nýjungina og með því að nýir siðir urðu til. Þessi mæri gamla og nýja tímans urðu um margt merkileg.