19. júní 2018
Ormsbók – Codex Wormianus – eða AM 242 fol. sem rituð er um 1350, er merkilegt handrit vegna innihalds síns, sögu og varðveislu. Einn þeirra fáu íslensku miðaldahöfunda sem við vitum deili á er Snorri Sturluson (1179–1241). Það rit sem með öruggastri vissu er honum eignað er Edda, sem einnig er nefnd Snorra Edda – til aðgreiningar frá hinum höfundarlausu eddukvæðum sem áður gengu undir heitinu Sæmundar Edda.